Skiptir það virkilega einhverju máli?

Alltaf gaman þegar kemur að forsetakosningum og sérstaklega þegar spáð er í hvort að núverandi forseti ætli sér að gefa kost á sér til endurkjörs. Oftast fer umræðan í það far að ef forsetinn ákveði að hann vilji halda áfram þá sé málinu lokið enda hefur sitjandi forseti aldrei tapað kosningum og oftast hefur ekki komið neitt mótframboð. Að vísu hefur það breyst á síðustu árum enda hefur friðartrúðurinn verið tilbúinn að eyða nógu miklu af peningum í hverjum kosningum. En hverju skiptir virkilega hver er í þessu embætti? 

Ólafur hefur að vísu staðið sig ágætlega, ekki verið til of mikilla vandræða og opinberað veikleika synjunarvalds forsetans með því að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin. Þá sýndi sig að enginn vissi hvað átti að gera þegar hann vísaði málinu til þjóðarinnar. Auðveldara var þá fyrir ríkisstjórnina að leggja fram frumvarp til að draga lögin til baka heldur en að leysa öll þau álitamál sem komu upp varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu. En hvað er hlutverk forseta? Þ.e. eitthvað sem máli skiptir. Hann skrifar undir lög, hann kemur fram á opinberum vettvangi sem óljóst sameiningartákn þjóðarinnar og hans veigamesta hlutverk er ef stjórnarmyndunarviðræður ganga illa. En hvenær var það síðast sem að forseti þurfti raunverulega að koma að þeim síðast. Ég man það ekki sjálfur en það var a.m.k. fyrir 1991. Hann að vísu kom aðeins að málinu í vor en það var bara formsatriði, þar sem hann hafði ráðgjöf frá tveimur stærstu stjórnmálaflokkunum á þingi um að veita núverandi og þáverandi forsætisráðherra umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Hvað stendur þá eftir af hlutverki forsetans?

Væri ekki nær að annað hvort leggja embættið af eða gefa því eitthvað raunverulegt hlutverk? Gleymum því ekki að lýðveldið var stofnað í skugga styrjaldar og ákvörðun var tekin um að breyta eins litlu og mögulegt var á þeim tíma og breyta svo hlutunum eftir að stríðinu væri lokið. Þar sem áður stóð konungur kom forseti. Þessu bráðabirgðafyrirkomulagi hefur ekki ennþá verið breytt og líklega kominn tími til fyrir löngu.


mbl.is Tæplega 65% vilja Ólaf Ragnar áfram sem forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Forseti hefur mjög mikilvægu hlutverki að gegna.  Stjórnskipunarlega er hans hlutverk að samþykkja lög frá Alþingi fyrir hönd þjóðarinnar.  Telji hann sig ekki öruggan með að hafa umboð til þess að staðfesta lögin þá getur hann vísað þeim til þjóðarinnar að taka afstöðu.  Lykilatriði í þessu er þó að hann getur ekki hafnað lögum frá Alþingi enda byggjum við þá í einræðisríki. 

Hann er öryggisventill þjóðarinnar og sækir umboð eingöngu til hennar.  Það er hins vegar eins og með aðra öryggisventla að þeir eru ekki endilega í notkun alla daga allan daginn en þeim mun nauðsynlegri þegar þarf á þeim að halda.

Stjórnskipan þarf að snúast um "checks and balances".  Enginn einn á að hafa öll völdin.  Í íslenskri stjórnskipan er það hins vegar næstum því svoleiðis.  Ef forsætisráðherra semur lög þá fer hann sjálfur inn á Alþingi og tryggir þeim brautargengi.  Forsætisráðherra er oftast nær formaður stærsta stjórnarflokksins á hverjum tíma og hefur því mikið vægi í umræðunum á Alþingi.  Sé honum mjög umhugað um að koma málinu í gegn geta einstakir þingmenn illa stöðvað hann þar sem þeirra pólitíska framtíð er í húfi.  Þegar lögin eru síðan afgreidd frá Alþingi er öryggisventillinn einn eftir.  Forseti þarf að staðfesta lögin eða getur vísað þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Sé hann ekki á landinu framkvæma handhafar forsetavalds það verk.  Þeir eru fyrrnefndur forsætisráðherra (sem samdi lögin og kom þeim í gegnum Alþingi og því ólíklegur til að segja nei), forseti þingsins (sem nær undantekningarlaust er úr þingmannaliði flokksformannsins og því ólíklegur til að vilja ekki staðfesta lögin) og loks forseti hæstaréttar sem er í minnihluta og því skiptir ekki máli hvað honum finnst.  Forsætisráðherra á hverjum tíma situr því við allar þrjár hliðar borðsins þegar lög eru afgreidd.  Hlutverk forseta er því afarmikilvægt sem sannaði sig í fjölmiðlamálinu.  Forsætisráðherra á þeim tíma var hins vegar ósáttur þar sem hann fékk ekki að ráða öllu eins og venjulega og lái honum hver sem vill.  Það sem er undarlegt við þetta mál er að aldrei áður í 60 ára sögu lýðveldisins hafi forseti haft dug í sér til að senda mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Einnig hefur Ólafur staðið sig fádæma vel í að gæta íslenskra hagsmuna á alþjóðavettvangi og koma okkur á kortið t.d. í umhverfismálunum og jarðvarmavirkjanabransanum.  Þar hefur hann opnað dyr, veit  Íslendingum aðgang að lykilfólki í stjórnsýslu sem hefði aldrei rætt við okkar fólk hefði Ólafur ekki varðað veginn og hraðar þetta komu okkar inn á þann markað verulega.  Búast má við að þjóðin hafi hundruð milljarða upp úr þeirri útrás á næstu árum og áratugum.  Þarna hefur forsetinn spilað lykildiplómatískt hlutverk.

Það er því misskilningur að forseti hafi engin áhrif eða að hann skipti engu máli.  Réttur maður á réttum stað á réttum tíma í forsetaembættinu getur haft veruleg áhrif og skipt þjóðina miklu máli.  Ólafur er þessi maður og hefur verið að standa sig fádæmavel í starfi.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 4.10.2007 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og þremur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 761

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband