Voðalegt væl er þetta

Ég veit ekki hvort að svona mikið hafi breyst á síðastliðnum 4 árum en þegar ég bjó á Íslandi og í Garðabæ þá var yfirleitt stífla á háannatíma á morgnana frá Arnarnesbrúnni út að Listabraut. Ef að þessi staða hafi ekki gjörbreyst þá skil ég ekki hvað menn eru að kvarta og láta að því liggja að 3 umferðarljós í Garðabæ séu að skapa umferðartafir, umferðarljós sem hafa verið þar um langt árabil. Vel má vera að laga mætti þetta með hringtorgum en Hafnfirðingar hafa gert það að sérgrein sinni, sérstaklega í ákveðnum hverfum. Ég villtist inn í eitt hverfi fyrir um ári síðan - að vísu í byggingu - og átti erfitt með að komast út. Allt fullt af hringtorgum og lélegar merkingar. Vonandi hefur þetta skánað. 


mbl.is Erum í gíslingu Garðbæinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þetta er búið að vera vandamál með garðabæ í mörg ár.  T.d með reikanesbrautina það hefur staðið á garðabæ að hægt væri að breyta þeirri leið og fara með leiðinn fyrir ofan byggð.  Ljósin sem talað er um í Garðabæ eru mikið vandamál og umferðatafir þarf eru miklar.  umferð hefur lagast mikið í kringum listabraut en tafirnar eru garðabær.  Garðabær er eitt stórt vandamál

Þórður Ingi Bjarnason, 4.10.2007 kl. 08:13

2 identicon

Nei þetta hefur ekkert skánað Daði, þeir bæta endalaust við það hverfi.

Margrét Össurardóttir 4.10.2007 kl. 08:45

3 Smámynd: Theo

Smá innlegg.

það er með ólíkindum að engar samgöngubætur eru gerðar í kjölfar þess að Hafnarfjörður bætir við Áslandinu og Völlunum, Garðabær Ásunum og Strandbyggðinni.  Þarna er fjölgun íbúa varlega áætlað milli 10 og 20 þúsund. Svo koma Suðurnesin þarna til viðbótar eftir að Kaninn hvarf. það er staðreynd að Garðabær hefur staðið í vegi fyrir samgöngubótum þarna. Það þarf að tryggja eðlilegt flæði umferðar gegnum Garðabæinn. Svo pirrar það mig ósegjanlega mikið hversu margir sem koma frá Álftanesinu gegnum Engidalinn fara yfir á eldrauðu ljósi.

Theo, 4.10.2007 kl. 09:33

4 identicon

Mér finnst þú ekki hafa efni á því að kalla þetta væl því það hefur breyst mikið á síðastliðnum 4 árum! Ég er nú nýfluttur frá HFJ og bjó þar í setbergshverfinu. Algengt var að lenda í röð(bíl fyrir bíl) sem gekk stórkostlega hægt um leið og maður var kominn úr hverfinu og á aðalæð. Ég var í HÍ á þessum tíma og var tíminn sem tók mig að fara í skólan allt frá 40 mín upp í 1.5 klst ef ég fór á annatíma í skólann.

Þetta er líka barnalegt svar hjá bæjarstjóra Garðabæar að segja að þeir séu í gíslingu HFJ þegar kemur að því að fara út á flugvöll. Það eru engar tafir að ráði á þeirri leið.

Árni 4.10.2007 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sex?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband