Er alþjóðasamfélagið að sýna mótmælendum nægan stuðning?

Þegar maður fylgist með þróun mála í Myanmar þá er ljóst að herforingjastjórnin mun ekki stoppa við neitt til að brjóta mótmælin á bak aftur. Þeir virðast vona að almenningur verði svo hræddur að jafnvel árásir á munka munu ekki stigmagna ástandið. Nú hefur netsamband verið rofið - líklega að yfirlögðu ráði - sem er auðvitað dæmigerð viðbrögð. Varla vilja þeir halda áfram að sjá í heimspressunni þær myndir sem við höfum fengið að sjá. En svo má auðvitað vera að það sé rétt hjá símafyrirtækinu að strengurinn hafi rofnað og viðgerð standi yfir. Tek það að vísu ekki trúanlegt.

Kannski er meginspurning málsins fyrir okkur sem búum ekki í Myanmar, hvernig við og ríkisstjórnir okkar getum stutt við mótmælendur í Myanmar og síðar meir - vonandi - við stjórnarskipti í landinu. Leiðtogar alþjóðasamfélagsins virðast tala mikið og setja á frekari refsiaðgerðir, en spurning er hvort að það dugi. Gott er þó að vita til þess að Bush fordæmi stjórnvöld í Myanmar og sé að þrýsta á Kína að beita áhrifum sínum í landinu. Vonandi gera Kínverjar það og að herforingjastjórnin sjái að sér og hefji undirbúning í að koma á lýðræðislegri stjórn. Ég efast ekki eitt augnablik að ef stjórnin myndi ákveða að fara frá að loknum lýðræðislegum kosningum - undir eftirliti S.Þ. - þá yrðu stjórnarskiptin tiltölulega auðveld.

Nú hefur framkvæmdastjóri S.Þ. sent sérlegan sendifulltrúa til Myanmar og vonandi er að hann muni ná að þoka málum í rétta átt. Það er jákvætt að Ban Ki-moon hafi sent fulltrúa sinn, enda sýnir það kannski að alþjóðasamfélagið ætli a.m.k. að reyna að sameinast í að hjálpa almenningi í Myanmar að losna úr þeirri sjálfheldur sem þau eru með núverandi stjórn. Besta dæmið um skaðsemi stjórnarinnar er bágborinn efnahagur landsins.


mbl.is Sendifulltrúi SÞ á leið til viðræðna í Myanmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri skynsamlegast að vísa munkunum og öðrum mótmælendum úr landi í stað þess að berja þá. Við og ríkisstjórn (les.lögreglan) okkar höfum einfalda lausn í svona málum. Við vísum mótmælendum úr landi af því að mótmæli yfirleitt samrýmast ekki grundvallargildum samfélags okkar, þ.e. yfirgangi peningavaldsins sem í sumum tilfellum er kallað Landsvirkjun.

Frikki 28.9.2007 kl. 09:10

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ofbeldi harðstjóra gegn þegnum sínum hefur ásamt öðru verið notað nýlega sem forsenda fyrir innrásum í a.m.k. tvö fullvalda, en þó almennt viðurkennd harðstjórnarríki, að sögn í þeim tilgangi að "frelsa" þegnana. Það væri athyglisvert að komast að því afhverju Burma er öðruvísi tilfelli, ætli það sé kannski vegna nálægðarinnar við Kína? Málið stoppar víst m.a. á þeim í öryggisráðinu, en vissar vestrænar þjóðir hafa samt ekki alltaf látið ákvarðanir þess binda hendur sínar þegar kemur að innrásum. Ætli það sé kannski lítið af olíu og öðrum auðlindum í þessu landi, og því engir "hagsmunir" þar til að verja eins og t.d. við Persaflóann? Ekki veit ég öll svörin, en þetta skýtur samt dálítið skökku við finnst manni.

Og svo vil ég nota þetta tækifæri til að benda þér á eitt sem mér var sjálfum bent á í tengslum við þetta mál og gerði mér ekki grein fyrir í fávisku minni. Hið rétta nafn landsins er Burma og höfuðborgin heitir Rangoon, ef við viljum styðja frelsisbaráttu íbúa þar ættum við að nota þessi nöfn. Nöfnin Myanmar og Yangon voru tekin upp af herforingjastjórninni í óþökk fólksins, og eru almennt ekki viðurkennd af öðrum ríkjum sem viðurkenna ekki stjórnina. Bandaríkjastjórn notar t.d. alltaf heitið Burma í allri opinberri umfjöllun um landið, en þeir viðurkenna ekki lögmæti herforingjastjórnarinnar og þar með ekki heldur nafnabreytinguna.

Styðjum freslibaráttu almennings í Burma með því að klæðast þjóðareinkennislit þeirra, rauðum, í dag föstudaginn 28.9.2007. Bestu kveðjur.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.9.2007 kl. 09:18

3 Smámynd: Daði Einarsson

Takk fyrir ábendinguna Guðmundur, og ég tek undir með þér að í dag eigum við að klæðast rauðu til að styðja við almenning í Búrma.

Daði Einarsson, 28.9.2007 kl. 10:01

4 identicon

Ein af ástæðum þess að menn eru ragir við að ráðast inn í Búrma til að frelsa íbúana undan harðstjórunum er hversu vel búnir og fjölmennir herir herforingjastjórnarinnar eru.

Landslag, staðsetning og fleira gerir að verkum að mannfall í slíkri aðgerð yrði töluvert hærra fyrir innrásarher en innrásin í Írak t.d.

Svo er ljóst að fáar ríkisstjórnir treysta sér í slíkar aðgerðir samanber hvernig statt er í herjum NATÓ í Afganistan og staðan í Íran, Írak og Afganistan sem bindur í raun bróðurpart hernaðarafls Bandaríkjanna.

Eflaust gætu mörg lönd frelsað Búrma eins síns liðs ef þau verðu jafnstórum hluta landsframleiðslu sinnar í hernaðarmál og einræðisstjórnir á borð við þá sem ríkir í Búrma.

Pétur Guðmundur Ingimarsson 30.9.2007 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og tíu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband