Kaþólska kirkjan er ótrúleg!

Það er merkilegt hve mikið rugl flæðir úr mörgum áhrifamönnum og talsmönnum kaþólsku kirkjunnar. Haldið hefur verið fram að smokkar komi ekki í veg fyrir HIV smit, að þeir smiti og nú að vísvitandi séu þeir með HIV veirunni. Það mætti halda að kirkjunnar mönnum sé annt um að eyða söfnuðum sínum. Öll vitleysan sem kemur frá þessum mönnum hefur verið hrakin með vísindalegum rökum trekk í trekk. Auðvitað er það rétt að skýrlífi er eina 100% örugga vörnin gegn kynsjúkdómum en varla getur það talist árangursrík leið, enda er ekki svo auðvelt að stjórna mannlegri hegðun. Miðað við þetta rugl sem kemur frá þessum biskup og öðrum sambærilegum, jafnvel æðstu mönnum kaþólsku kirkjunnar í heiminum eru dæmi um hvernig þeir haga sér gagnvart öllum þáttum samfélagsins, þá eru þeir sekir um að koma í veg fyrir að fólk verndi sig gegn sjúkdómum. Að vísu er það í takt við sögu kaþólsku kirkjunnar. Hafa ber í huga að kirkjan hefur mikil áhrif á hegðun kaþólikka sérstaklega þeirra sem minnsta menntun hafa og/eða mjög takmarkaðan aðgang að öðrum upplýsingum.

Ég vil taka fram til að forðast misskilning að auðvitað eru kaþólikkar almennt gott fólk eins og aðrir, en forysta kirkjunnar er oft á tíðum siðlaus og með litla umhyggju fyrir eigin fólki. 


mbl.is Ummæli erkibiskups um smokka vekja reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sæll, Daði, ein athugasemd: Þarf að gera mikið úr því, að erfitt sé "að stjórna mannlegri hegðun," þegar þar um ræðir fyrst og fremst, að hver og einn hafi stjórn á sjálfum sér? Sjálfur segirðu reyndar neðar í textanum, "að kirkjan hefur mikil áhrif á hegðun kaþólikka". Þannig hefur kirkjan áhrif á hugarfar manna, og það breytta hugarfar geta þeir notað til að hafa heldur meiri (og skynsamlegri) stjórn á sjálfum sér eða hegðun sinni -- ekki satt? Hvatningin um skírlífi er því alls ekki til einskis, sýnist mér, burtséð frá öllu öðru, sem hér kom til skoðunar.

Jón Valur Jensson, 1.10.2007 kl. 22:41

2 Smámynd: Daði Einarsson

Sæll Jón Valur, hér er um tvo ólík atriði að ræða. Annars vegar er mannlegt eðli og hins vegar að hafa áhrif á einstaklingsbundið val. Mannlegt eðli gerir það m.a. að verkum að fólk vill stunda kynlíf og mun gera það óháð aðstæðum að mestu leiti - þ.e. þegar við horfum á mannlega hegðun almennt. Allar aðgerðir til að sporna við kynsjúkdómum verður að miða við þessa staðreynd. Ef við ætlum að hindra útbreiðslu kynsjúkdóma þá verðum við að gera það sem hægt er að fólk stundi kynlíf á sem öruggastan hátt, þar sem við vitum að fólk mun stunda kynlíf. Það er auðvitað einstaklingsbundið val að hvort viðkomandi stundi kynlíf og þá hvort viðkomandi nýti sér þau úrræði sem koma í veg fyrir kynsjúkdóma. Í þessu er reynt að hafa áhrif á hegðun fólks t.d. með því að hvetja til smokkanotkunar. Eitt módelið í þessu er svokölluð ABC leið. Abstinence (skýrlifi), Be faithful (vera trúr), og Condom use (smokkanotkun). Skýrlífi er mikilvægur þáttur í forvörnum en ekki á eingöngu að miða við hana, og margir sem miða við þessa leið gleyma oft að það er B og C í þessu módeli. Alveg óháð kynsjúkdómum þá er gott mál að hvetja ungt fólk til skýrlífis uns það er tilbúið að stunda kynlíf - ekki bara líffræðilega heldur mun mikilvægara að það sé tilfinningalega tilbúið. Á sama tíma og við getum hvatt ungt fólk til að stunda ekki kynlíf (sem virkar yfirleitt ekki mjög vel) þá verðum við að gefa þeim tækifæri á að verjast kynsjúkdómum þegar þau ákveða að stunda kynlíf. Ennþá hefur ekkert verið fundið upp sem virkar betur í því samhengi heldur en smokkurinn.

Eitt er að vera á móti notkun á getnaðarvörnum almennt séð, en að telja að smokkar smiti fólk af HIV eða virki ekki er hættulegur boðskapur. Yfirvöld kaþólsku kirkjunnar bæði í Vatikaninu og í einstökum löndum hafa gengið svo langt, þó að engin sönnun sé fyrir þeim möguleika og að raun sýni allar vísindalegar rannsóknir fram á hið gagnstæða.  

Daði Einarsson, 3.10.2007 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tíu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband