Enn versnar staða herforingjastjórnarinnar

Nú hefur herforingjastjórnin í Myanmar (Búrma) hótað að grípa til aðgerða gegn munkunum sem leitt hafa mótmæli gegn stjórninni undanfarnar vikur.  Þó að stjórnin hóti almenningi þá er enn mikill fjöldi fólks sem heldur áfram að mótmæla. Stjórnin hefur örugglega vonað að það myndi fjara undan mótmælunum með hótunum, en a.m.k. fyrst um sinn virðist það ekki ætla að bera árangur. Aðgerðir gegn munkunum yrðu stjórninni erfiðar. Gætu þeir haldið stjórn á landinu? Mun almenningur þá rísa upp gegn þeim? Hvað mun gerast meðal hermanna? Gæti verið að þeir myndu ekki fara að skipunum yfirmanna sinna? Margt er óljóst í stöðunni og forvitnilegt verður að fylgjast með málinu á næstu dögum.

Ekki bætir það stöðuna ef að alþjóðasamfélagið grípur til svipaðra refsiaðgerða og Bandaríkjamenn eru að plana, eða jafnvel til harðari refsiaðgerða. Aðgerðir gegn munkunum gætu sett á stað atburðarás sem myndi grafa undan völdum herforingjastjórnarinnar. Það yrði gott mál enda kominn tími á að hún fari frá svo möguleiki verði á að byggja upp efnahag landsins á ný og koma á lýðræði.


mbl.is Herstjórnin hótar mótmælendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sex?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband