Þetta er eina raunhæfa leiðin

Vandamálið með þjónustu fyrir aldraða er að of mikið hefur verið horft á stofnanalausnir s.s. hjúkrunarheimili og þjónustuíbúðir. Á meðan vilja flestir aldraðir geta búið áfram í íbúðinni eða húsinu sem þau hafa oft haft mikið fyrir að koma sér upp á yngri árum. En þegar heilsan fer að gefa undan þá er ekki annar kostur en að fara í þessar stofnanalausnir þar sem ekki er nóg af heimaþjónustu. Stór hluti eldri borgara þurfa ekki mikla þjónustu til að geta haldið áfram að búa heima. Mikilvægt er að gefa þeim valkost.

Auðvitað kostar það nokkuð að auka heimaþjónustu sem einhverju skiptir, en til samanburðar þarf að líta á kostnað sem er tilkominn vegna aukinnar þörf fyrir stofnanalausnir. Það er til hagsbótar fyrir samfélagið að hjálpa eldri borgurum á Íslandi, sem hafa skilað sínu framlagi til samfélagsins, að búa sem lengst í eigin húsnæði. Á sama tíma má ekki gleyma því að hafa góð úrræði þegar aldraðir einstaklingar geta ekki búið heim eftir að heilsunni hefur hrakað það mikið að heimaþjónusta - hversu góð og mikil hún er - getur ekki veitt þann stuðning sem þörf er á.


mbl.is Hægt að stytta biðlista um helming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og átta?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband