10.9.2007 | 12:48
Stuðningur og andstaða við hvað?
Fátt kemur á óvart í þessari könnun. Hvort að stuðningur við aðild Íslands að ESB fari örlítið upp eða niður skiptir litlu máli. Eina sem myndi í alvöru breyta stöðu mála væri ef umtalsverður meirihluti íslensku þjóðarinnar (60+%) myndu vera fylgjandi aðild í nokkuð mörgum könnunum yfir nokkuð langan tíma. Fram að því munu stjórnmálamenn ekki taka í alvöru afstöðu með aðild að ESB
Hvað er það í rauninni sem er ástæða þess að fólk er með aðild? Ætli það sé ekki að stærstum hluta vegna þess hve íslenska krónan er veik og allar þær sveiflur sem því fylgja? Er þá kannski frekar spurningin hvort að við séum fylgjandi eða andvíg að taka upp annan gjaldmiðil t.d. evruna? Er kannski búið að sannfæra fólk um að við getum ekki tekið upp evru án þess að ganga í ESB? Í gjaldeyrismálinu þarf líklega að hugsa um fleiri lausnir en "utan ESB=íslensk króna" og "innan ESB=evra". Er ekki líklegt að hægt væri í samningum við ESB að fá að taka upp evruna með aukaaðild að EMU? Hvað með ef ESB kemst að þeirri niðurstöðu að frekari stækkun á ESB sé í andstöðu við hagsmuni ESB á meðan stækkun á innri markaði er í samræmi við hagsmuni ESB?
En hver er ástæðan fyrir að vera á móti aðild? Er það ekki að stórum hluta andstaðan við sjávarútvegsstefnuna. En sú afstaða er byggð á misskilningi, þar sem enginn hefur veiðireynslu á Íslandsmiðum nema íslendingar og allar breytingar á stefnunni yrðu aldrei til að veita öðrum aðgang að miðunum. Það yrði eðlisbreyting á ESB og gengi gegn grunnhugmyndinni á bakvið sambandið sem er að byggja undir öflugan og stöðugan efnahag. Eða er andstaðan bara ótti við það sem menn þekkja ekki? Eða skilja ekki?
Er ekki aðalmálið að þörf er á að taka á gjaldeyrismálinu fyrst sem skammtímavandamáli þ.e. einhver lausn til næstu ára? Ef að við viljum ganga inn í ESB eða EMU án aðildar þá gerist það ekki á morgun eða á næsta ári? Það er langtímalausn. ESB mun ekki af alvöru tala við ríki þar sem ekki hefur verið tekin afstaða með að markmiðið sé að ganga í ESB. Menn fara ekki í samningaviðræður til að prófa. Fyrst er að ákveða að við viljum inn, svo semja og að lokum ákveða hvort við göngum í ESB á grundvelli þess sem aðildarsamningur felur í sér.
Varðandi þessa könnun þá væri gaman að vita hvort hafi verið kafað dýpra um ástæður stuðnings og andstöðu við aðild.
Stuðningur við ESB-aðild eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Af mbl.is
Innlent
- Botnlaus græðgi fjármálakerfisins á sér engin takmörk
- Hluti bílastæðis undir hraun: Ómögulegt að meta tjón
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið komið inn á bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
- Vatnsleki hjá Brauð & co
- Má segja að þetta gos hafi þjófstartað
- Hraunið við bílastæði Bláa lónsins
- Stal munum úr starfsmannaaðstöðu
- Virknin dregist saman um 600 metra
- Rafmagn komið á: Engin viðgerð fyrr en eftir gosið
- Erum í miðri hrinu: Styttist í Eldvörp
- Fylla í skörð í varnargarði
- Ábyrgt stjórnvald hljóti að áfrýja
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðar pælingar. Það er pínu vont að stuðningur við ESB aðild virðist vera sem mestur þegar gjaldeyrismálin eru sem verst. Það er samt ótrúlegt hvað það er mikill stuðningur við inngöngu og að sækja um miðað við hvað neikvæði áróðurinn um ESB er hávær hérna á Íslandi.. en það er greinilega bara hávær minnihluti
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 12.9.2007 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning