Slæm niðurstaða fyrir Tyrki

Nú hefur Abdullah Gül frambjóðandi stjórnarflokksins verið kjörinn Forseti Tyrklands. Varla er hægt að segja að þetta komi á óvart, en niðurstaðan er ekki góð fyrir Tyrki eða a.m.k. þá sem vilja halda í borgaraleg gildi og hefur dreymt um inngöngu í ESB. Jafnframt hefur herinn varað við að þeir muni verja borgaralega stjórnskipun Tyrklands sem í raun þýðir að herinn er tilbúinn í að taka völdin í landinu enn á ný ef þeir telja þörf á. Þegar Forseti landsins er með sterkar rætur í íslömskum gildum þá er í Tyrklandi ekki von á góðu til lengri tíma litið.

Ekki er ESB kátt með að ræða við ríki sem jafnvel fer að færa sig frá borgaralegum gildum í stjórn landsins. Auðvitað hefur aðild Tyrklands að ESB alltaf verið langsótt og ástandið nú í Tyrklandi undirstrikar vandann. Vandamálið er ekki bara að líklega mun stjórnkerfið eitthvað eða jafnvel talsvert færast nær íslömskum gildum, heldur að her landsins er tilbúinn að taka völdin af borgaralegum kjörnum stjórnvöldum. Hvað sem segja má um stjórnarmeirihlutann í Tyrklandi þá eru þeir kjörnir í lýðræðislegum kosningum. Í löndum ESB er það óhugsandi að her viðkomandi landsins myndi taka völdin af lýðræðislega kjörnum fulltrúum fólksins. En aðildin að ESB hefur líka verið langsótt vegna djúprar andstöðu í a.m.k. flestum aðildarríkjum við aðild Tyrklands eins og ég kom inn á í pistli hér á blogginu í gær.

Hvenær tekur herinn völdin? Kannski ekki rétt spurning þar sem í þessu er ekkert víst. Ef nýkjörinn Forseti heldur sig við það sem hann lofaði að vinna að sáttum í landinu og halda núverandi borgaralegu stjórnkerfi við þá verður ekkert vandamál. Ef hann aftur á móti fer að færa það nær íslömskum gildum þá er nokkuð víst að herinn skerst í leikinn með einum eða öðrum hætti. Ég geri aftur á móti ráð fyrir að herinn gefi honum nokkuð svigrúm til að sýna að hann ætli ekki að breyta stjórnskipan landsins. Spennandi verður að fylgjast með þróun mála á næstu vikum og mánuðum í Tyrklandi.


mbl.is Abdullah Gül kjörinn forseti Tyrklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daði Einarsson

Þó að þetta sé slæm staða fyrir Tyrki þá er að mínu mati ekkert sem réttlætir í lýðræðislegu samfélagi - sem Tyrkland er - að herinn setji af lýðræðislega kjörna stjórn. Í öllum ríkjum ESB væri það óhugsandi að her viðkomandi lands setti borgaralega og lýðræðiskjörna stjórn af. Sýnir kannski enn betur að Tyrkland er ekki reiðubúið að ganga inn í ESB á næstu árum og jafnvel áratugum.

Daði Einarsson, 29.8.2007 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sjö?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband