Er ekki í lagi með menn?

Stundum er alveg ótrúlegt að hlusta á vitleysuna sem rennur upp úr sumum ofurtrúuðum eða þeim sem gefa sig út fyrir að vera það. Að halda því fram að Ísraelskir hermenn láti lífið af því að þeir eru ekki nógu trúaðir er auðvitað fáránlegt. Hvar er samúðin með fjölskyldum þessara hermanna? Mætti halda að þessi rabbíni hafi gleymt öllum þeim mjög svo trúuðu gyðingum sem hafa látið lífið, bæði sem hermenn og saklausir borgarar, í hernaði og tengdum atburðum. Sem betur fer eru ekki margir á þessari skoðun en merkilegast af öllu er að ráðherra í ríkisstjórn Ísraels skuli taka undir þessi orð rabbínans. Greinilega ekki mikil virðing borin fyrir hermönnum sem ríkisstjórnin sem hann situr í tekur ákvarðanir um að beita í átökum við Palestínumenn. Verst er þó í öllu þessu ástandi að ekki er útlit fyrir að hermenn Ísraela, íbúar Ísrael, íbúar Palestínu og herskáir Palestínumenn hætti að láta lífið í þessum átökum. Átök sem varað hafa í áratugi og báðir aðilar eru jafnsekir um að viðhalda.
mbl.is Ráðherra styður rabbína sem segir trúaða hermenn ekki falla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Ekki gleima því að stór hluti strangtrúuðustu gyðinganna er undanskilinE herþjónustu af því að þeir eru...tja...strangtrúaðir.

Ekkie er nú öll vitleysan eins.

Púkinn, 27.8.2007 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og núlli?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband