Hvert var markmiðið?

Skrítið að lesa blogg sumra um þetta mál. Að mínu mati gætir hættulegs misskilnings um málið. Flestir sem réttlæta þvaglegginn vísa til brots konunnar, sem vissulega er alvarlegt, og tala eins og hún hafi átt þetta skilið. Sem er þá refsing eða hvað? Í réttarríki er það hlutverk framkvæmdavaldsins varðandi brot á lögum, að rannsaka mál og svo framfylgja refsingu sem dómstólar hafa kveðið upp um. Hlutverk dómstóla er að meta gögn málsins og úrskurða um sekt eða sakleysi og ef um sekt er að ræða þá hvaða refsiúræði skal beitt. Þó að þetta sé nokkur einföldun þá er þetta lykilatriði í aðskilnaði milli framkvæmda- og dómsvalds. Það er ekki hlutverk lögreglu að úrskurða um sekt viðkomandi og beita refsingu, enda efast ég um það hafi verið tilgangur lögreglunnar í þessu máli frekar en öðrum. Fyrir 1992 við bjuggum við kerfi sem var í raun að lögreglan úrskurðaði í héraði um sekt og þá hvaða refsiúrræði ætti að beita. Þetta fyrirkomulag var úrskurðað af Mannréttindadómstóli Evrópu að það gegni gegn þeim mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að og nú hefur verið fært inn í stjórnarskrána.

Víkjum þá aðeins að málinu. Aðalatriðið í inngripi stjórnvalda í mál hvort sem er einstaklinga eða lögaðila er að beita vægasta úrræði til að ná markmiði inngripsins. Í þessu tilviki hlýtur það að hafa verið að konan myndi missa ökuréttindi svo hún yrði ekki skaðleg samfélaginu. Í ljósi þess að konan var ekki stöðvuð heldur hafði hún keyrt útaf, þá nægði ekki blóðprufa og þvagsýni var nauðsynlegt til að sýna fram á að konan hafi keyrt ölvuð. Hún neitar og þá beitir lögreglan þvingunarúræði þ.e. eftir að hafa reynt að tala um fyrir henni í langan tíma. En hverju er lögreglan að ná fram sem hún hefði ekki náð fram við að nýta 102. grein umferðarlaga? Í umræddri grein er skýrt tekið fram að það að neita að gefa sýni varðar sviptingu ökuréttinda í a.m.k. eitt ár. Hverju átti að ná fram sem ekki var þegar grunnur fyrir í lögum?

Ekkert réttlætir ölvunarakstur en á sama hátt réttlætir ekkert það ofbeldi sem lögreglan beitti í þessu máli.


mbl.is Miklar umræður um þvagleggsmálið á bloggvef mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Gunnlaugsdóttir

Ég hef tekið eftir þér í umræðunni undanfarna daga og ég held að við séum á sama striki.

Ég hef á tilfinningunni að fólk sé rosalega upptekið af orðinu 'kynferðismál' þegar það kemur að þessu. Það er hugsanlegt að hún upplifði það sem slíkt, en aðalatriðið virðist troðast undir sterklega orðaða tilfinninga.

Ég þekki hjúkrunarfræðin og mér hefur verið tjáð að það að hafa þrætt þvaglegg í konuna meðan hún berst um og þá náttúrulega með herptan grindarbotnsvöðva hefði í besti falli getað verið afar sársaukafullt.

Hve langt má lögreglan ganga? Mega þeir lagalega pynta fólk svona? Hve langt mega þeir ganga með meiðingar þar til það verður ólöglegt? Að taka sýni 'meinalaust' er hörmulega orðað, þar sem ekki er einu sinni gert grein fyrir hvað mein er.

Þetta snýst um lagalegt leyfi lögreglunnar, ekki um konuna.

Ásta Gunnlaugsdóttir, 24.8.2007 kl. 13:27

2 identicon

Ég er nú ekki svo málefnaleg að ég bloggi um fréttir. Bý um þessar mundir í veldi Dana, en er þó það inní málunum að ég les mbl.is stundum.

Hefur þessi meðferð/aðferð vakið mikla undrun mína samt og annarra. Ég hef því fylgst með umræðunni inni á bloggsíðum og stend alveg á gati..

En ég vill bara hrósa þér fyrir gott innlegg í umræðuna, ég hef persónulega ekki lesið eins vel orðaða og rökstudda færslu um þetta (ég les auðvitað ekki allar síður þar sem fólk tjáir sig um málið).

Takk frá Baunalandi.

Eygló dk 24.8.2007 kl. 13:51

3 Smámynd: Daði Einarsson

Ég þakka góð orð í minn garð

Sem stjórnsýslufræðingur hef ég mikinn áhuga á hvað stjórnvöld eiga að gera innan þeirra valdheimilda sem þau hafa. Þó að valdheimild sé til staðar þá er ekki endilega þörf á að nýta sér hana. Sérstaklega þegar markmiðinu er hægt að ná með öðrum og vægari úrræðum.

Daði Einarsson, 24.8.2007 kl. 15:13

4 Smámynd: halkatla

heyr heyr 

halkatla, 24.8.2007 kl. 15:54

5 Smámynd: Billi bilaði

Takk fyrir, þetta er gott hjá þér.

Billi bilaði, 24.8.2007 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og nítján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 763

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband