Eiga samkynhneigðir rétt á að geta gengið í hjónaband?

Um nokkurn tíma hefur verið deilt um hvort að samkynhneigðir eigi rétt á að ganga í hjónaband eins og gagnkynhneigðir þ.e. ekki bara staðfest samvist. Umræðan hefur blossað upp á ný að undanförnu vegna skoðanakönnunar meðal presta Þjóðkirkjunnar. En er kannski ekki nokkuð um misskilning í málinu þegar litið er til þess að hjónabandið er fyrir flestum borgarleg stofnun en ekki trúarleg. Þegar þeir sem eru fylgjandi að samkynhneigðir eigi að geta gengið í hjónaband þá er mikið talað um að veita trúfélögum heimild. Á meðan tala ákveðnir talsmenn kristinnar trúar hér á moggablogginu eins og með því sé verið að þvinga ákveðin trúfélög eins og t.d. Þjóðkirkjuna til að gefa saman samkynhneigt fólk á sama hátt og gagnkynhneigt. En er ekki best að taka hinn borgaralega gjörning sem hjónabandið er fyrst og fremst í dag úr höndum trúfélaga?

Víða erlendis t.d. í Þýskalandi, Lúxemborg, Belgíu, Frakklandi og víðar er það borgaraleg athöfn og svo velur fólk hvort það vill líka ganga í hjónaband í kirkju. Hin kirkjulega athöfn er því meira blessun á hjónabandinu en nokkuð annað. Ég þekki þetta ágætlega þar sem ég er að ganga í hjónaband í Búlgaríu í nóvember og þá verður fyrst borgaraleg athöfn, svo kirkjuleg - í rétttrúnaðarkirkju - og svo í veisluna. Með því að taka upp samskonar fyrirkomulag á Íslandi þ.e. afnema umboð forstöðumanna safnaða (presta) til að gefa saman fólk í lögformlegum skilningi þá er trúfélögum í raun gefin heimild til að gefa saman samkynhneigt fólk ef þau vilja. Samkynhneigðir gætu því gengið í hjónaband en ef Þjóðkirkjan er andvíg kirkjulegu brúðkaupi samkynhneigðra þá er það þeirra mál og hefur sem slíkt ekki áhrif á önnur trúfélög.

En eiga samkynhneigðir rétt á að ganga í hjónaband? Auðvitað ef við erum sammála um að hjónabandið sé borgaraleg stofnun þá er það auðvitað réttur þeirra eins og gagnkynhneigðra. Það þýðir þó ekki að trúfélögum sé skylt að gefa saman samkynhneigð pör, aðalmálið er að allir hafi val. Ég sé aftur á móti ekki að það séu mannréttindi að fá að ganga í hjónaband í kirkju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tólf?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband