Góðir þessir bókstafstrúarmenn

Alltaf gaman þegar koma fréttir sem þessar um bókstafstrúarmenn sem brjóta lykilatriði í eigin trú til að ráðast gegn einhverju sem þeir eru á móti. Eða varla held ég að það að stefna vísvitandi lífi annarra í hættu sé í góðu lagi í þeirra trú. En hvað veit ég svosem. Bókstafstrúarmenn víðar eru með álíka vitleysisleg vinnubrögð. Reglulega heyrum við um aðgerðir bókstafstrúarmanna innan Íslam. Í Bandaríkjunum stand bókstafstrúarmenn að baki árásum á læknastofur sem framkvæma fóstureyðingar og jafnvel standa fyrir morðum á heilbrigðisstarfsmönnum sem hafa framkvæmt fóstureyðingar. Hvort sem við erum trúuð eða ekki, þá hljóta meginatriði okkar lífsviðhorfa að ráða. Ekki finnst okkur réttlætanlegt að eyðileggja eigur fólks, eða ráðast á það bara vegna löglegrar hegðunar þeirra. Eða hvað?
mbl.is Útfararstofa brennd í Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Í fyrsta lagi þá ef einhver brýtur gegn t.d. orðum Krists "elskaðu náungann eins og sjálfann þig" eða "svo sem þú vilt að aðrir menn gjöri yður, svo skalt þú og þeim gjöra" þá er viðkomandi í rauninni ekki lengur bókstafstrúar heldur einn af þessum frjálslyndu gaurum sem gera það sem þeim sýnist og hunsa bókstafinn.

Mofi, 23.8.2007 kl. 11:15

2 Smámynd: Daði Einarsson

Mér hefur nú virst sem flestir sem telja sig til bókstafstrúar eða segjast fylgja sínu trúarriti eftir því sem þar segir nákvæmlega, velja það sem þeim hentar og hunsa rest. Nokkrir bloggarar hér á moggablogginu eru gott dæmi um þetta, þ.e. nota suma hluta biblíunnar til að réttlæta eigin fordóma.

Daði Einarsson, 23.8.2007 kl. 12:09

3 Smámynd: Mofi

Þá er um að gera að sýna þeim fram á hvað bókstafurinn segir og biðja þá um að fylgja bókstafnum ef þeir vilja það, annars að láta þá vita að þeir eru að hafna bókstafnum og fara sínar eigin leiðir.

Mofi, 23.8.2007 kl. 13:31

4 Smámynd: Daði Einarsson

Alltaf merkilegt hvað sumum er tamt að horfa framhjá kristnum bókstafstrúarmönnum til að benda á að aðrir bókstafstrúarmenn séu slæmir og það sem þeir vitna til í sinni helgustu bók. Eða hafa menn gleymt því sem páfagarður hefur staðið fyrir í gegnum aldirnar, en allt það hlýtur að hafa verið byggt á biblíunni. Um verk páfa má nefna t.d. krossferðirnar, rannsóknarréttinn, og andstöðu við smokkanotkun. Bókstafstrú er alltaf slæm skiptir litlu í hvaða trúarrit er vísað.

Daði Einarsson, 24.8.2007 kl. 07:32

5 Smámynd: Daði Einarsson

Auðvitað skiptir sagan miklu máli og sérstaklega þegar trúmál hafa mikil áhrif í samtímanum. T.d. í dag er Páfi á móti smokkanotkun, en notkun smokka er eina vörnin gegn smiti á kynsjúkdómum af ýmsu tagi s.s. HIV. Bókstafstrúarmenn í USA hafa myrt heilbrigðisstarfsmenn sem koma að fóstureyðingum, þeir hafa brennt læknastofur og jafnvel beitt sprengjuárásum. Ennfremur þá eiga sum hryðjuverk múslima sér aðrar rætur en trúarlegar. En meginatriðið er að, eins og þú bendir á, trú er notuð sem yfirvarp yfir ýmsar gjörðir án þess að í raun sé stuðningur við þær í viðkomandi trú.

Punkturinn í greininni var þessi: a.m.k. sumir bókstafstrúarmenn í öllum trúarbrögðum nota þá hluta í sínu trúarriti til að réttlæta viðhorf og gjörðir sem eru í þversögn við viðkomandi trúarrit. Litlu skiptir um hvaða trúarbrögð er að ræða.

Daði Einarsson, 24.8.2007 kl. 11:51

6 Smámynd: Mofi

Þegar kemur að bókstafstrú þá hlýtur það að skipta máli hvað bókstafurinn segir.  Síðan er það trú manna sem knígir verk þeirra. Ég veit ekki hvaða Biblíu rök páfinn notar til að vera á móti smokkum; ég tel mig vera bókstafstrúar og ég er ekki á móti notkun smokka.  Það hafa einstaklingar sem segjast vera kristnir myrt nokkra lækna í Bandaríkjunum. Ég tel það alltaf mjög varasamt að taka lögin í sínar eigin hendur og hvað þá að drepa aðra manneskju því lög Guðs eru mjög skýr, þú skalt ekki mann myrða. En af einhverjum ástæðum þá virkar það þannig að þér ( Daði ) finnist í lagi að myrða ófædd börn.

Það er bara stórfurðulegt að láta sem svo að hvað trúarritið segir skiptir ekki máli. Að aðal atriðið er að henda öllum trúarritum og fylgja...  já, fylgja hverju Daði?

Mofi, 24.8.2007 kl. 12:55

7 Smámynd: Daði Einarsson

Ég legg ekki til að trúarritum sé hent enda tel ég sjálfan mig kristinn þó kannski sé ég ekki mjög trúaður. Ég er bara að gagnrýna hræsnina sem felst í að taka út það sem hentar og svo henda rest, bara af því að það hentar. Það þýðir ekki að ég telji að allir bókstafstrúarmenn séu slæmir. Menn eiga að fylgja eigin sannfæringu, ef hún er trú á guð (hver sem hann er í tilviki viðkomandi) þá er það gott mál svo lengi sem menn fara að lögum og eins og þú segir taki ekki lögin í eigin hendur.

Fóstureyðingarumræðan er of flókin til að taka fyrir í athugasemdakerfi, en ég mun skrifa um skoðanir mínar á þeim síðar.

Daði Einarsson, 24.8.2007 kl. 13:22

8 Smámynd: Jóhann Helgason

 bókstafstrúarmenn = ? það getur verið svo viðtæk meining í  að vera bókstafstrúar hvaða meiningu ertu að skilgreina bókstafstrúar ? Ef þú trúir biblíunni ertu þá bókstafstrúar ? hvað um allar túlkunar mismunur sem er á Biblíunni margir ólikir kristnum  hópar , jafnvel einstaklingar sem trúa á Guð . Þetta með að kalla fólk eða hópa bókstafstrúarmenn

þarf betri skilgreingu þú tala um ólíka hópa með ólíkar skoðanir ! Þarf vera betri skilgreining á hvað er bókstafstrú ? hvað meiningu leggurðu í að vera bókstafstrúar = í þessu litla sem þú skrifaðir leggurðu áherslu neikvæða merkingu á bókstafstrú ok , Hvað er bókstafstrú í Þinum huga ?

Jóhann Helgason, 25.8.2007 kl. 01:40

9 Smámynd: Daði Einarsson

Já vissulega er bókstafstrú til í mörgum mismunandi myndum og nei bókstafstrú er ekki það sama og að trúa á það sem er skrifað í biblíunni.

Í stað þess að reyna að skilgreina bókstafstrú sjálfur þá fann ég þessar tvær skilgreiningar á vefnum sem ég held að eigi ágætlega við: "... point of view characterized by a return to fundamental principles, by rigid adherence to those principles, and often by intolerance of other views and opposition to secularism" og "... belief in the strict and literal interpretation of the Bible, including its narratives, doctrines, prophecies, and moral laws". Þó að í þessum skilgreiningum sé vísað til biblíunnar þá á það sama við um öll trúarbrögð. Oft eru svo bókstafstrúarmenn tilbúnir að nota ofbeldi til að koma sínum viðhorfum á samfélagið í heild. Góð dæmi um þetta eru Íslamistar, Kaþólska kirkjan, o.fl. Trúarbrögð og/eða trúarstofnanir eru ekki af hinu illa, heldur þeir einstaklingar sem þar hafa oft farið með völd eða hafa mest áhrif hafa haft eru oft ekki til fyrirmyndar.

Bókstafstrú er ekki endilega slæm nema þegar bókstafstrúarmenn fara að neyða (á einn eða annan hátt) aðra í samfélaginu til að taka upp þeirra heimsmynd.

Daði Einarsson, 27.8.2007 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fjórtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 667

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband