Er þá ekki best að sleppa þessu?

Ef að flugið eigi ekki að ógna á nokkurn hátt öðrum ríkjum er þá ekki best að sleppa þessu flugi sprengjuvéla út fyrir lofthelgi Rússlands? Einhvernvegin er erfitt að sjá hver tilgangur með þessu flugi sé enda getur það varla verið um venjulegt mál að ræða þegar sprengjuvélar eru sendar af stað í átt að öðru ríki. Skrítið er líka að segja að viðkomandi lönd séu látin vita í ljósi þess að Norska og Breska flughernum var ekki betur ljóst um "friðsamlegan" tilgang flugsins að þeir senda upp orrustuþotur með hraði til að fylgja viðkomandi sprengjuvél eftir. Það gera þeir ekki nema þeir telji að um mögulega ógn sé að ræða.
mbl.is Rússneski loftherinn segist ekki vera að ógna öðrum ríkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daði Einarsson

Ef að ríki hefur heimild viðkomandi ríkis til að fljúga yfir eða að því þá er ekkert vandamál, hvort sem er USA, Rússland, Kína, eða hvern sem er. Vandamálið er þegar það er gert án heimildar viðkomandi ríkis með þeim hætti að það telur, þegar flugið á sér stað, annað hvort að um ógn eða mögulega ógn sé að ræða.

Daði Einarsson, 22.8.2007 kl. 10:17

2 identicon

Rússarnir fóru reyndar ekki inn í lofthelgi neins og þurftu því ekki leyfi.

Ástæðan fyrir því að þessar vélar voru hafðar á lofti í gamla daga var sú að þannig er mun erfiðara að granda þeim með árás að fyrra bragði (þær báru þá stýriflaugar með kjarnaoddum og gera það líklega ennþá). Þeir vilja líklega meina að kjarnorkufæling Rússlands ógni engum sem ekki ætlar að gera árás.  

Hans Haraldsson 22.8.2007 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og núlli?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 741

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband