Við hverju bjuggust þeir?

Alltaf merkilegt að fylgjast með bæði umræðum í Bandaríkjunum og sumum yfirlýsingum þeirra þegar kemur að Írak. Þeir eru eitthvað svo saklausir í hugsun og halda oft að bara af því að þeir vilja það þá gerist það. Eitthvað svo barnalegt við þá.

Sérstaklega er merkilegt að sjá hvað þeir eiga erfitt með að fatta að enduruppbygging Íraks mun ekki taka stuttan tíma. Þetta eru afleiðingar þess að ráðast inn í land (óháð hvort það var löglegt - það er önnur umræða) án þess að hafa plan um hvað gerist eftir að landið hefur verið hertekið. Þú leggur síðan af margar af meginstofnunum samfélagsins, sérstaklega þær sem gætu haldið uppi reglu í samfélaginu og svo ætlastu til að í öllu ofbeldinu og óreiðunni sem er afleiðing stjórnleysis að heimamenn komi pólitíkinni í það horf að þeir geti tekið við stjórn landsins innan fárra ára. Gleyma ýmis konar deilum milli einstakra hópa innan landsins, hvort sem er af trúarlegum eða veraldlegum toga, sem eiga oft sér langa sögu jafnvel árhundruð. Kannski er ljósi punkturinn að eftir því sem ég best veit þá líta Írakar á sig fyrst sem Íraka og svo eitthvað annað t.d. súnni eða sjíta. En maður verður að spyrja sig við hverju þeir hafa búist eftir alla þessa vitleysu?


mbl.is Þróun mála í Írak veldur vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og átján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband