Jákvæð þróun mála

Nú eru blikur á lofti að leiðtogar Kóreuríkjanna muni eiga viðræður síðar í mánuðinum. Þetta er vissulega jákvætt skref og ekki er vanþörf á enda ríkt nokkuð mikil spenna á skaganum og svæðinu í kring um nokkurt skeið. Nýlegt samkomulag varðandi kjarnorkuáætlun norðanmanna hefur örugglega haft jákvæð áhrif á samskipti ríkjanna. Í málefnum Kóreu er mikilvægt að ná niðurstöðu og a.m.k. koma á friðarsamkomulagi en ekki bara vopnahléi. Formlega er eingöngu vopnahlé milli Norður og Suður Kóreu síðan stríði milli ríkjanna lauk 1953. Í deilum Norður-Kóreu við umheiminn á undanförnum árum hefur berlega komið í ljós að ekki dugar mikið að einangra landið. Líklegra til árangurs er að ná að opna landið með auknum samskiptum við það og vonandi í framhaldinu bæta hag fólks í landinu. Sérstaklega ef vel tekst til með aukið samstarf á sviði efnahagsmála.

Nú er bara að vona að þetta skref sé upphafið að ferli sem mun ljúka þeim átökum sem hófust með skiptingu Kóreuskagans 1945. Aldrei að vita nema að einhvern daginn verði talað um Kóreu en ekki suður eða norður, svipað og nú er talað um Þýskaland en ekki austur og vestur. Eða er maður kannski að vonast til of mikils?


mbl.is Fundur leiðtoga Kóreuríkjanna boðaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og átta?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband