Dugnaður í fógeta

Það er mikið að gerast hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Einn daginn leggst hann gegn og þar með útilokar nektarsýningar á Gullfingri sem líklega mun a.m.k. draga úr starfsemi staðarins. Nú er stað lokað vegna þess að farið hafi fram starfsemi sem ekki uppfyllir skilyrði í starfsleyfinu. Staðnum er gefið að sök að þar hafi farið fram nektarsýningar. Mætti halda að Lögreglan hafi nú ákveðið að þrengja mjög að stöðum sem hafa haft nektarsýningar í boði og er það gott. Um að gera að nýta þær heimildir til að draga úr þessari starfsemi. Að vísu var formlega ekki verið að leggjast gegn nektarsýningum heldur að viðkomandi hafi ekki haft leyfi fyrir starfseminni. Skilaboðin eru þó skýr - nema um algera tilviljun sé að ræða - þ.e. að ekki standi til að gefa út ný leyfi eða nýjar undanþágur fyrir nektardansi á skemmtistöðum. Eða er þetta meira í fréttum þar sem mikil gúrkutíð er nú hjá fjölmiðlum landsins?
mbl.is Lögregla lokaði skemmtistað í Lækjargötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daði Einarsson

Ólafur, þetta er vissulega það sem gerist í frjálsum ríkjum. Þessi staður hafði ekki þau leyfi sem lög mæla fyrir um að staðurinn þurfi fyrir þá starfsemi sem þar fór fram.

Goldfinger fékk ekki undanþágu frá almennum reglum vegna neikvæðrar umsagnar Lögreglunnar. Bara það sem gerist í öllum ríkjum nema ef þú og aðrir telja að það að beiðni um undanþágu sé eitthvað sem allir fá í frjálsum ríkjum. 

Daði Einarsson, 3.8.2007 kl. 17:24

2 Smámynd: Daði Einarsson

Hér er klárlega um að ræða eðlilega afgreiðslu þar sem ég geri ráð fyrir að Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins hafi málefnalegar ástæður fyrir sinni umsögn. Það gerist örugglega oft að gefin er neikvæð umsögn án þess að fólk fari að hrópa "lögregluríki" "valdníðsla" og annað svipað. Ef að umsögnin er ekki byggð á málefnalegum ástæðum þá geri ég ráð fyrir að dómsmálaráðuneytið úrskurði gegn umsögninni eftir að Geiri í Goldfinger hefur sent þangað stjórnsýslukæru. Ég er þó nokkuð viss um að umsögnin er málefnaleg og byggð á gögnum Lögreglu.

Daði Einarsson, 3.8.2007 kl. 17:48

3 identicon

Humm nei þetta er vegna öfgaþrýstihópa(lobbyista) sem þykjast berjast fyrir kvenréttindum en eru að berjast fyrir að sitt siðferði verði alheimslög,meðan Írland leyfir þetta er Ísland orðið puraliska en Íralnd og Texas

Ég skammast mín að vera Íslendingur og fyrirlít kommapakk eins og hann daða 

Alexander Kr Gustafsson 3.8.2007 kl. 20:01

4 Smámynd: Daði Einarsson

Það er nokkuð greinilegt að Alexander áttar sig varla á hvað kommúnismi er - því ef ég er kommi þá er Samfylkingin öfgakommar. En að málinu þá skiptir ekki máli hvort við séum sammála eða ósammála lögunum (sem eru sett á Alþingi af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar), þá er það hlutverk embættismanna eins og Lögreglustjórans í Reykjavík að framfylgja þeim. Það eina sem ég hef í raun bent á er að hér er um tvö mál þar sem Lögreglan hefur, mér vitanlega, ekki staðið fyrir neinum aðgerðum gegn nektarstöðum heldur bara fylgt þeim lögum sem eru í landinu.

Eins og ég hef sagt áður þá er Goldfinger málið einfaldlega þess eðlis að eigandi staðarins sækir um undanþágu frá almennum reglum og er synjað þar sem einn umsagnaraðila (allir umsagnaraðilar þurfa að gefa jákvæða umsögn) skilar inn neikvæðu áliti. Í stjórnkerfinu er iðulega sótt um leyfi fyrir hinu og þessu. Ferlið er að alltaf að farið er yfir málið - oft leitað eftir umsögnum - og svo fær viðkomandi leyfið eða ekki. Allt byggt á viðkomandi lögum. Seinna málið er nokkuð annars eðlis þar sem staðnum er lokað fyrir að vera með starfsemi sem ekki samræmist starfsleyfi viðkomandi staðar.

Daði Einarsson, 6.8.2007 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tíu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 768

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband