3.8.2007 | 07:54
Það er semsagt í lagi að virkja ...
... svo lengi sem að orkan er notuð fyrir Íslendinga en ekki fyrirtæki í erlendri eigu? Hvar er umhverfisverndarsinninn Steingrímur J. núna? Hvað ef fyrirtæki er að hluta í eigu Íslendinga eða í eigu erlendra ríkisborgara sem hafa fasta búsetu á Íslandi.
Það er alltaf gaman að sjá tvískinnunginn í málflutningi VG. Á móti virkjunum nema ef orkan er til notkunar fyrir Íslendinga. Á móti stríðsátökum nema þegar það er á móti USA eða bandamönnum þeirra - sérstaklega Ísrael - enda er Hamas samtök sem láta sér mikið til koma um mannréttindi.
Steingrímur: Eigum að setja okkur í forgang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig væri að lesa fréttina áður en þú þruglar svona vitleysu?
„Það væri hins vegar ekki stórmál að gera það ... þannig að það verði engin teljandi umhverfisspjöll af því."
Hér ráða sjónarmið umhverfisverndar samhliða nýtingu, sem verður alltaf einhver. Hvenær var því enda lýst yfir að flokkurinn væri andsnúinn öllum mögulegum virkjunum? Aldrei, en það skiptir þig að sjálfsögðu engu máli, enda snýst þetta fyrst og fremst um að spinna hjá þér.
Hvenær er svo flokkurinn hlynntur stríðsátökum segirðu? Þegar Bandaríkin og Ísrael eiga í hlut? Þættu mér tíðindi ef satt reyndist, sem það auðvitað er ekki. Hvernig ætti svo flokkur sem bindur trúss sitt sérstaklega við Ísraelsríki að geta stutt Hamas? Hverslags þvæla er þetta eiginlega?
Svona málflutningur er ekki sæmandi sæmilega þenkjandi manni eins og þú hlýtur að sjá sjálfur.
Arngrímur Vídalín 3.8.2007 kl. 10:30
Þó að þú ætlir þér bara að snúa útúr því sem ég skrifa þá vil ég bara benda á að Ögmundur lýsti í raun yfir stuðningi við Hamas á dögunum. Hamas stendur í hernaði - hryðjuverkahernaði - gegn Israel. Hverjar sem skoðanir okkar eru á Israel - sem eru ekki of jákvæðar hjá mér - þá réttlætir það ekki stuðning við öfgatrúarsamtök sem hafa það á stefnuskránni að eyða sjálfstæðu ríki og að setja á fót Islamskt ríki í Palestínu svipað því sem er í Íran eða var í Afganistan.
Varðandi virkjanir þá hefur VG verið á móti öllum hugmyndum um virkjanir sem ég man eftir og þá skiptir ekki máli hvað stendur í samþykktum flokksins. Enda er hefð á Íslandi og víða annarsstaðar að samþykktir flokka eru lítils virði og varla farið eftir því þegar kemur að raunverulegum ákvörðunum leiðtoga viðkomandi flokks. Við að virkja eitthvað verða alltaf einhver umhverfisspjöll en spurningin er bara hvað eru ásættanleg umhverfisspjöll. Ég man ekki eftir að Steingrímur J. eða aðrir í VG hafi útskýrt hvað eru ásættanleg umhverfisspjöll.
Daði Einarsson, 3.8.2007 kl. 12:12
"Árlegur vöxtur í raforkuþörf vegna almennrar notkunar nemur aðeins rúmum 50 GWh á ári. Þeirri þörf mætti sinna með litlum virkjunum sem hefðu hver um sig lítil umhverfisáhrif." Kárahnjúkavirkjun, sem á að skila 4600 gígawattstundum, fékk einkunnina E yfir umhverfisáhrif í rammaáætlun, verstu einkunn. Hún er eingöngu reist vegna einnar verksmiðju.
Pétur Þorleifsson , 4.8.2007 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning