6.7.2007 | 10:04
Góð niðurstaða - trúboð á ekki heima í opinberum skólum
Það er ánægjulegt að sjá þennan úrskurð enda getur varla talist eðlilegt að í opinberum skólum sé einni tegund af trú/lífsskoðun gert hærra undir höfði en annarra. Hlutverk trúfélaga er að sjá um að kenna þeim sem vilja sína trú og leiðbeina viðkomandi eins og mögulegt er til að rækta sína trú. Hlutverk opinberra skóla er ekki að boða ákveðna trú/lífsskoðun hvort sem er kristni, íslam, trúleysi eða hvað annað. Hlutverk skólanna er að mennta æsku landsins og undirbúa þau undir að verða nýtir þjóðfélagsþegnar. Ef að trúfrelsi er í landinu er ekkert sem réttlætir að skattfé sé varið í að boða trú í opinberum stofnunum. Litlu skiptir í því um hvers konar stofnanir er að ræða. Hvað væri sagt ef að trúboð færi fram í fangelsum landsins.
Mannréttindadómstóll gagnrýnir kristinfræðikennslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Nýjustu færslurnar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
Af mbl.is
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er rétt að skólunum er ekki rétt að boða trú, enda er kristinfræðikennsla ekki boðun heldur kennsla. Skólinn á að mennta æsku landsins, eins og þú bendir á, til þess að verða nýtir þjóðfélagsþegnar. Þessvegna verður að kenna um það gildismat og þær lífsskoðanir sem hafa mótað þjóðfélagið í hundruð ára. Kristin trú er samofin menningu okkar og til þess að verða læs á íslenska menningu verður maður að kunna eitthvað fyrir sér í kristnum fræðum, burtséð frá því hverju maður trúir. Þarna hefur skólakerfið e.t.v. brugðist?
Í lögum nr.66/1995 um grunnskóla segir: "Að lögð skuli áhersla á að að starfshættir skólans skuli mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi."
Hvernig á æskan að vita hvað kristilegt siðgæði er ef það er ekki kennt neitt um það?
Í aðalnámsskrá grunnskóla frá 1999 segir:" Kristilegt siðgæði á að móta stafshætti skólans ásamt umburðarlyndi og lýðræðislegu samstafi. Þó að þetta eigi við skólastarfið almennt hlýtur kennsla í kristnum fræðum sinna þessum þætti sérstaklega og vinna markvisst að því að stuðla siðgæðisþroska nemendanna í glímu við siðferðileg álitamál. Gengið er út frá því að það sé gert í ljósi kristilegrar siðfræði."
Áfram með kristinfræði kennslu! :)
kv. Gunnar
Gunnar 6.7.2007 kl. 10:22
Gunnar, það er til svolítið í dag sem heitir lífsleikni, þar er kennd siðferði og almennt um lífið.
Í öllum trúarbrögðum er mikill fróðleikur og vitneskja. Trúarbrögð hafa áralangasögu af listum, menningu og heimspeki, sem börn ættu að fá að kynnast.
Börn ættu að fá fræðslu um öll trúarbrögð og fá að velja sér svo hvaða trú þau hallast að.
Áfram trúarbragðafræðsla, sem að sjálfsögðu fer í kristnifræðslu jafn og aðra fræðslu sem tengist trúarbrögðum.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.7.2007 kl. 10:38
Ástandið hér á landi er nú ekki eins slæmt og í Noregi, enda hefur kirkjan (sem betur fer) ekki jafn sterk ítök í þjóðfélaginu.
Það er hins vegar skoðun Púkans að trúfræðsla í einu formi eða öðru eigi ekki heima í skólum landsins, ekki nema þá að öllum trúarbrögðum og ýmsum myndum trúleysis sé gert jafn hátt undir höfði. Ef foreldrar vilja að börn þeirra fái sérstaka fræðslu um tiltekin trúarbrögð geta þau bara séð um það sjálf.
Annars hefur Púkinn nú ritað margt um trúmál, en á þessum hlekk má sjá ýmsar greinar Púkans varðandi trúleysi, trúarfasisma, vísindakirkjuna og annað í sviðpuðum dúr.
Púkinn, 6.7.2007 kl. 11:44
Gunnar, merkilegt að sjá hve margir tengja siðareglur okkar við ákveðin trúarbrögð. Að mestu leyti er sami boðskapur um hvað er rétt og rangt sá sami í öllum trúarbrögðum og samfélögum. T.d. í Ásatrú eru sett greinilega fram sömu gildi að mestu leyti og í kristni.
Trúarbragðafræði sem myndi kynna grunnatriði allra eða a.m.k. flestra trúarbragða/lífsskoðana væri af hinu góða. Með því að kenna grunnatriðin fá börnin yfirsýn um ýmis trúarbrögð og líka trúleysi sem þau geta síðan leitað frekari upplýsinga og fræðslu frá viðkomandi trúfélögum/lífsskoðanafélögum. Mikilvægt er þó að trúarbragðafræði sé kennd af hlutlausum kennurum en ekki einhverjum sem hafa sterk tengsl við ákveðin trúfélög. Tek undir með Nönnu að trúarbragðafræði yrði stórskemmtilegt fag sem tengdi saman sögu, listir o.fl. Verst að það hafi ekki verið boðið upp á þannig kennslu þegar ég var í skóla.
Daði Einarsson, 6.7.2007 kl. 12:18
Ég er alveg sammála um það að trúboð eigi ekki heima í skólum. Ég er einnig á þeirri skoðun að það eigi að kenna um trúarbrögð í skólanum af til þess menntuðum kennurum. Ég held að ekkert jafnrétti hljótist af því að trúfélögin sjálf annist alla trúarbragðakennslu (um sína eigin trú og annara) Það er eingöngu til þess fallandi að ala á fordómum.
Hvað varðar siðareglur okkar, þá er það alveg rétt að boðskapurinn er oft sá sami eða í það minnsta mjög líkur. Samt sem áður þá er þetta það sem skólalöggjöfin segir, auk þess sem t.d. fjölmörg orðasambönd og málshættir (svo dæmi sé tekið) eru komin beint úr Biblíunni. Ég er því aðeins að benda á þau áhrif sem trúin hefur haft á samfélag okkar og menningu.
kv. Gunni
Gunnar 6.7.2007 kl. 12:29
Skemmtileg þessi ákvæði um "kristilegt siðgæði"... Í hinu miklu trúarríki Bandaríkjunum færi svona orðalag í lögum eða skólanámsskrá beint fyrir dómstóla, enda mega þeir eiga það Kanarnir að fáar þjóðir hafa skýrari aðskilnað milli ríkis og kirkju en einmitt þeir.
Því miður eru þeir duglegri að leggja lífsreglurnar en að fylgja þeim =)
Páll Jónsson 6.7.2007 kl. 12:43
Gunnar, ég held að við séum nokkuð sammála og er það vel.
Varðandi hvað stendur í lögum og námskrám þarf ekki endilega að vera rétt þó það standi þar. Um að gera að breyta þessu í íslenskum lögum og gera þar með skýran greinarmun á trú og kennslu.
Mikilvægt er þó að börnin læri um trúarbrögð og áhrif þeirra í gegnum tíðina á samfélag okkar (og annarra) og hvernig trú hefur mótað atburði og viðhorf einstaklinga á hverjum tíma t.d. á vísindi, listir og viðhorf til einstakra þjóðfélagshópa.
Daði Einarsson, 6.7.2007 kl. 12:56
Þessi dómur er partur af alþjóðavæðingunni. Allar þjóðir eiga að vera án sérkenna, steyptar í eitthvert alþjóðlegt mót. Ef að þessi dómur hefur áhrif hérlendis getur þýtt það að íslenskir skólar lendi í vandræðum því að mikill hluti skólastarfs hérlendis er tengt ríkjandi menningu í landinu sem litast af kristnihaldi, rétt eins og aðrar vestrænar þjóðir það er væntanlega þyrnir í augu trúleysingja að halda jól og undirbúa þau í skólum en þar tíðkast að halda jólaböll, gefa samnemendum jólakort og skreyta kennslustofurnar fyrir jólin, halda helgileiki og syngja jólalög, nú og jólasveinninn er tilkominn af heilögum Nikúlas sem ég held að sé dýrlingur innan kaþólsku kirkjunnar (er samt ekki viss) jólasveinninn getur eflaust sært blygðunarkennd hinna trúlausu. Helgihátíðir íslendinga fara afskaplega í taugarnar á trúleysingjum, þeir þola ekki að verslanir og margir veitingastaðir séu lokaðir á jóladag, páskadag og hvítasunnudag, Þeir mótmæltu eftirminnilega þessu ranglæti hinnar kristnu þjóðar með því að spila bingó á Austurvelli á hvítasunnudag. Nú í íslenskum skólum tíðkast að kenna íslendingasögur það þykir sjálfsagt vera rasismi og vart boðlegt útlendingum. Hver getur fært sönnur á því að Egill Skallagrímsson hafi orðið mannsbani aðeins 6 ára. Er ekki líka tómt bull að kenna íslensk ljóð og kvæði, þau eru náttúrulega óður til ættjarðarinnar það er klárlega mismunun.
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.7.2007 kl. 15:51
Guðrún, alltaf gaman að sjá svona málefnaleg skrif eða hitt og heldur. Það að ekki eigi beint eða óbeint að boða kristna trú í opinberum skólum er það sem máli skiptir. Í öllum samfélögum eru trúarlegar hátíðir sem ná inn í skólahald o.fl. Það er allt gott og blessað en ekki trúboð. Mér vitanlega þá er ekki trúboð stundað í almennum skólum hér í Lúxemborg þó að Kaþólska kirkjan hafi vægast sagt mikil áhrif.
Það getur vel verið að þú haldir að mannréttindi sé eitthvað sem er troðið upp á okkur Íslendinga. Ef svo er þá er ég frá einhverju öðru Íslandi en þú. Við höfum viljug undirgengist mannréttindasáttmála og sérstakur kafli í Stjórnarskrá Lýðveldisins er um mannréttindi. Úrskurðurinn sem færslan snýst um er einmitt að fólk eigi að njóta mannréttinda, en trúfrelsi er eitt af þeim.
Einn meginstyrkur Evrópu er sú fjölbreytni sem er bæði innan og milli landa í álfunni.
Daði Einarsson, 6.7.2007 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning