Til hvers?

Merkilegt að fylgjast með að sama vitleysan heldur áfram hjá ISG og forverum hennar. Inn í Öryggisráðið viljum við en til hvers? Hvað ætlum við að gera þar? Ekkert af þessu er ljóst nema sumum í utanríkisþjónustunni finnst að mikið statussymbol sé að vera í ráðinu. En hvað höfum við fram að færa og getum við staðið okkur sem skyldi. Vera í Öryggisráðinu er ekki bara að mæta á fundi og greiða atkvæði með USA (þó þeir vilji það). Utanríkisþjónustan verður að hafa á að skipa sérfræðingum á öllum málum sem hugsanlega geta komið upp og ekki er í því hægt að treysta vinsamlegum þjóðum, Íraksmálið er gott dæmi um það. Ekki einn eða tvo sérfræðinga, heldur herdeild af þeim. Erum við til í kostnaðinn sem öllu þessu fylgir eða vita menn hreinlega ekki hvað þeir eru að leggja út í? Eitt er að ná kjöri og annað að standa sig með sóma þann tíma sem við myndum sitja á ráðinu, hvað yrði um orðspor landsins ef við myndum klúðra tækifærinu alveg og líta út eins og kjölturakkar Bush og félaga?
mbl.is Kristín stýrir framboði Íslands til öryggisráðs SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Í barnaskap mínum, vonaðist ég til að hún mundi draga úr yfirbyggingunni í sendiráðum og öðrum óþarfa.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fjórum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 686

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband