18.6.2007 | 12:41
Hvaða hæfni?
Það er nokk merkilegt að fylgjast með hvaða fólk er skipað í stöður forstöðumanna eða önnur viðlíka embætti í íslenskri stjórnsýslu. Stundum er eins og þeir sem koma að skipun í stöðurnar átti sig ekki á því um hvað viðkomandi starf er eða átta sig ekki á að forstöðumaður geti leitað ráða hjá fólki innan stofnunarinnar með sérþekkingu á viðkomandi þáttum. Nýjasta dæmið er Umboðsmaður barna en embættið er eins og ég hef skilið það að gæta hagsmuna barna og bæta hag þeirra. Í embættið hafa alltaf verið skipaðir lögfræðingar og mér skilst að a.m.k. flestir starfsmenn embættisins séu lögfræðingar. Það er allt gott og blessað ef að embættið snýst eingöngu um lögfræðilega þætti í hagsmunagæslu fyrir börn, en er það rétt nálgun?
Hagur barna snýst ekki bara um að gæta að hag þeirra þegar er brotið á þeim, heldur að mínu mati er mun mikilvægara að hugað sé að samfélagið sé barnvænt. Skólarnir ýti undir þróun þeirra í jákvæða átt, öryggi þeirra sé tryggt og sem lengst fái þau að vera börn og sé ekki of fljótt ýtt út í það stress þjóðfélag sem við lifum í.
Forstöðumenn jafnt sem aðrir æðstu yfirmenn á öðrum stöðum verða að geta haft almenna yfirsýn yfir málaflokkin sem þeir hafa með að gera og vita á hverju sé þörf í málaflokknum. Lögfræðingar geta verið góðir í því jafnt sem aðrir en það er vænlegra til árangurs að þeir sem þekkja málaflokkin af öðru en lögfræðilegri hliðinni fari með málaflokkinn. Allir geta lært hvað viðkomandi lög fjalla um og almennt hver er túlkun á viðkomandi lögum, sáttmálum o.fl. Þegar kemur að nákvæmari túlkun er það auðvitað lögfræðinga að veita viðkomandi forstöðumanni ráð á svipaðan hátt og lögfræðideildir fyrirtækja veita æðstu yfirmönnum ráð um lögfræðileg málefni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:44 | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 867
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning