Hvaða hæfni?

Það er nokk merkilegt að fylgjast með hvaða fólk er skipað í stöður forstöðumanna eða önnur viðlíka embætti í íslenskri stjórnsýslu. Stundum er eins og þeir sem koma að skipun í stöðurnar átti sig ekki á því um hvað viðkomandi starf er eða átta sig ekki á að forstöðumaður geti leitað ráða hjá fólki innan stofnunarinnar með sérþekkingu á viðkomandi þáttum. Nýjasta dæmið er Umboðsmaður barna en embættið er eins og ég hef skilið það að gæta hagsmuna barna og bæta hag þeirra. Í embættið hafa alltaf verið skipaðir lögfræðingar og mér skilst að a.m.k. flestir starfsmenn embættisins séu lögfræðingar. Það er allt gott og blessað ef að embættið snýst eingöngu um lögfræðilega þætti í hagsmunagæslu fyrir börn, en er það rétt nálgun?

Hagur barna snýst ekki bara um að gæta að hag þeirra þegar er brotið á þeim, heldur að mínu mati er mun mikilvægara að hugað sé að samfélagið sé barnvænt. Skólarnir ýti undir þróun þeirra í jákvæða átt, öryggi þeirra sé tryggt og sem lengst fái þau að vera börn og sé ekki of fljótt ýtt út í það stress þjóðfélag sem við lifum í.

Forstöðumenn jafnt sem aðrir æðstu yfirmenn á öðrum stöðum verða að geta haft almenna yfirsýn yfir málaflokkin sem þeir hafa með að gera og vita á hverju sé þörf í málaflokknum. Lögfræðingar geta verið góðir í því jafnt sem aðrir en það er vænlegra til árangurs að þeir sem þekkja málaflokkin af öðru en lögfræðilegri hliðinni fari með málaflokkinn. Allir geta lært hvað viðkomandi lög fjalla um og almennt hver er túlkun á viðkomandi lögum, sáttmálum o.fl. Þegar kemur að nákvæmari túlkun er það auðvitað lögfræðinga að veita viðkomandi forstöðumanni ráð á svipaðan hátt og lögfræðideildir fyrirtækja veita æðstu yfirmönnum ráð um lögfræðileg málefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fimm?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 867

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband