Góðar breytingar

Þingið hefur á þessu sumarþingi afgreitt mikilvægar og löngu tímabærar breytingar á skipun stjórnarráðsins. Ráðuneytaskipan sem var lógísk 1969 átti að mörgu leyti ekki við í dag. Gott dæmi er heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið sem nú verður heilbrigðisráðuneyti en tryggingamálin eru færð þar sem þau eiga heima í félagsmálaráðuneytið enda er um félagsmál fyrst og fremst að ræða. Ennfremur er sameining sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneyta gott skref enda verður til sterkt ráðuneyti úr tveimur frekar veikburða ráðuneytum. Vonandi eru þessar breytingar eingöngu upphafið að frekari breytingum og sameiningu ráðuneyta. Ríkisstjórn með sterkan meirihluta ætti að geta komið nauðsynlegum breytingum í gegn.

 Eitt hefur vakið sérstaka athygli mína, miðað við það sem ég hef getað fylgst með búandi erlendis, er hve mikið stjórnarandstaðan hefur fest sig í formsatriði. Vissulega hefði verið hægt að standa betur að málum frá hendi stjórnarmeirihlutans en ekki má gleyma af hverju margar af þeim breytingum sem voru framkvæmdar eru mikilvægar. Ekki hefur þó komið á óvart í sumum málum, sem maður hefði haldið að væru skref í rétta átt, hafa forystumenn og þá aðallega Steingrímur J. verið mjög neikvæðir af því að þeir hefðu viljað aðra leið. Með málflutningi hans er ýtt enn frekar undir að VG sé á móti öllu og það skemmir sérstaklega fyrir því unga frambærilega fólki sem er komið inn á þing frá VG og hefur betri málflutning en að vera bara á móti öllu. VG verður í góðum málum þegar þeir losa sig við leifarnar af gamla Alþýðubandalaginu, þ.e. vinstra liðinu sem varð grænt bara af því að það hentaði og Steingrímur J. er gott dæmi um, ólíkt mörgum í yngri hluta flokksins.


mbl.is Sumarþingi slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og einum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 761

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband