Að skaða bandarísk fyrirtæki

Stundum þegar kemur að bandarískum stjórnvöldum þá þarf maður að aðlaga orð Steinríks í Ástríksbókunum og segja Kaninn er klikk.

Er það virkilega hagsmunum Bandaríkjanna fyrir bestu að ákveðin fyrirtæki eigi ekki í viðskiptum við ákveðin fyrirtæki, vegna þess að búnaður framleiddur af þeim fyrrnefndu er notaður af þeim síðarnefndu til að gera eitthvað sem yfirvöldum í Washington DC líkar ekki? Skaðar það ekki viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækis? Hvað sem okkur kann að finnast um viðskiptabann USA gagnvart Kúbu þá er þessi háttsemi bandarískra ráðmanna þeim til skammar og er ekki vænleg til að afla þeim mikils hróðurs.

Væri ekki betra að þeir huguðu að laga til á þeim hluta Kúbu sem þeir ráða og að leysa úr málefnum Íraks, og ýmislegs annars sem hefði betri áhrif en að þvargviðrast útaf kommunum á Kúbu sem hafa ekki haft það svo slæmt þrátt fyrir áratugalangt viðskiptabann af hálfu USA? Casto mun innan ekki langs tíma gefa upp öndina og þá eru breytingar á Kúbu líklegar, en ekki fyrr en þá.


mbl.is Finna að Kúbu-flugi íslenskra flugfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Flugvélar hafa íslensku fyrirtækin keypt á kaupleigu sem kallað er. Þannig eru þær ennþá ekki komnar í eigu félagsins. Annað hvort er þá eitthvert kaupleigufyrirtæki í bandaríkjum Ameríku, eða Boeing sjálft, sem er í raun formlegur eigandi vélanna. Þar með er Boeing óheimilt að eiga viðskipti við Kúbu í gegn um þessar vélar, að viðlögðum refsingum, þó svo að um visst eignarhald íslenska félagsins sé að ræða á vélunum. Þannig fellur eignarhald bandarísks félags á flugvélunum undir lög sem banna bandarískum fyrirtækjum að eiga viðskipti við Kúbu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.11.2007 kl. 13:58

2 Smámynd: Daði Einarsson

Hvað hefur það með málið að gera? Ef að Boeing á vélarnar og skýrt er tekið fram að það geti takmarkað not á viðkomandi vélum, þá er það í góðu lagi en ef ekki þá er rétturinn enginn að mínu mati. Ef þeir vilja þá geta þeir sagt upp samningi við Icelandair, en það væri varla gott fyrir hagsmuni fyrirtækisins.

Hvað með ef að Icelandair á vélarnar en hefur tekið lán til kaupana hjá bandarískum banka? Ætti þá bankinn rétt á að takmarka notkun á vörunni sem viðkomandi lán greiddi fyrir?

Daði Einarsson, 19.11.2007 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tólf?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 718

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband