Oforðanotkun

Nú ætla ég aðeins að fá útrás fyrir smá pirring. Það fer ferlega í taugarnar á mér hve dramatísk orð margir nota. T.d. að nota orð eins og mannréttindabrot um það að Akureyrarbær leyfði ekki 18-23 ára fólki að tjalda um verslunarmannahelgina. Þetta er ekki mannréttindabrot þó að hér sé um mismunun að ræða. Vissulega var þetta heimskuleg ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar og getur jafnvel varðað við lög. Að kalla þetta aftur á móti mannréttindabrot gerir lítið úr raunverulegum mannréttindabrotum. Að vera settur í fangelsi vegna stjórnmálaskoðana sinna, að vera neitað um meðferð við HIV, að vera pyntaður í fangelsi, o.s.frv. eru mannréttindabrot en ekki það að mega ekki tjalda á ákveðnu tjaldsvæði.

Nú get ég hætt að vera pirraður í bili. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fjórum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 729

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband