Góður gangur á því

Það er gott að heyra að svör við spurningum Framkvæmdastjórnar ESB eru að verða tilbúin. Þó hafa margir viljað reyna að tefja málið með kröfum um þýðingar á spurningunum, o.s.frv. Sömu aðilar eru auðvitað harðir á móti aðild, hvernig sem endanlegur aðildarsamingur mun verða. Það sem skiptir máli er að stjórnvöld svari spurningunum sem eru að mestu leyti um staðreyndir svo að Framkvæmdastjórn ESB geti lagt mat á hvort lagt verði til við Ráðherraráðið að Ísland fái stöðu umsóknarríkis.

Ekki fyrr en þá hefst samningagerðin og ekki fyrr en að henni lokinni munum við íslendingar vita hvað í raun verður kosið um í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Mál eins og sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál eru þar mikilvæg. Hver sem niðurstaðan verður þá er mikilvægt að allt sé skýrt í þeim samning sem stjórnvöld koma með heim. Aðildarsamningur hefur í raun gildi sáttmála (treaty) og þar með er ekki hægt að breyta samningnum eftir að hann er gerður og samþykktur í öllum ríkjum ESB nema með samskonar ferli. Eða með öðrum orðum að það sem er í samningnum t.d. varðandi sjávarútvegsmál verður ekki breytt nema með samþykki íslendinga.

Á undanförnum árum hafa margir sagt hitt og þetta um hverju hægt er að ná fram og hvort um tímabundin úrræði verður að ræða. Enginn veit þó hvað kemur út úr viðræðum en ekki kæmi mér á óvart ef að samningurinn verði betri og ásættanlegri fyrir Ísland en að úrtölumenn hafa sagt að væri 100% öruggt að væri ekki hægt að fá fram. 


mbl.is Svör við ESB-spurningum að verða tilbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tuttugu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband