7.1.2008 | 10:21
Skynsamleg nálgun
Pakistanar eru raunsæir og sýna það vel í baráttunni við hryðjuverkamenn í landinu. Ekki er farið mjúkum höndum um þá og ekki er verið að sóa takmörkuðum liðsafla til að leita uppi einn mann. Bin Laden er, eða var, mikilvægur og það yrði móralskur sigur að ná honum en hann er ekki endilega lykillinn að sigri eða halda menn að með handtöku hans myndi Al Queda falla saman og hryðjuverk öfgahópa hætta. Til að ná að vinna þessa öfgahópa þá þarf að ráðast gegn þeim á tveimur vígstöðvum. Í fyrsta lagi með öflugum hernaði gegn þeim til lengri tíma og þeir fái aldrei frið til að ná vopnum sínum á ný. Í öðru lagi þarf með ýmsum samfélagslegum aðgerðum að draga úr þeim áhrifaþáttum sem ýta undir líkurnar á að ungir menn gangi til liðs við þessa öfgahópa og séu jafnvel tilbúnir að fremja sjálfsmorð fyrir málstaðinn. Hér eru t.d. aðgerðir eins og menntun, ýta undir betra efnahagsástand (aukin atvinna), o.fl. sem skiptir miklu máli.
Fyrir Bandaríkjamenn hefur það verið mikið atriði að ná Bin Laden, en þeir átta sig oft ekki á því að hann er ekki lykilatriði og að þeir sem ganga til liðs við öfgahópa eru endilega ekki of trúaðir. Þessir ungu menn sjá oft öfgahópana sem einu leiðina annað hvort útúr vonlausum aðstæðum eða til baráttu gegn einræðisherrum. Oft fara þessir þættir saman. T.d. er ekki að furða að stór hópur hryðjuverkamanna öfgahópa kemur frá Saudi Arabíu. Er ekki kominn tími á að fara að gagnrýna alvarlega stjórnvöld þar og reyna að ýta undir umbætur í landinu?
Ekki leitað að bin Laden | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
..og hvar er linkurinn á þetta snilldar spjall? :)
Soffía 7.1.2008 kl. 14:07
Þú klikkar á "óháð gæludýraspjall" í kynningunni á mér
Daði Einarsson, 7.1.2008 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning