Er ekki kominn tími á að takmarka lengd eins manns í embætti Forseta?

Nú er ljóst að Ólafur Ragnar Grímsson, Forseti Íslands mun bjóða sig fram til endurkjörs. Hann hefur þegar setið í embættinu í næstum 12 ár og er það svipað og forverar hans enda hafa Forsetar lýðveldisins setið 12-16 ár í embættinu þ.e. fyrir utan Svein Björnsson en hann dó í embætti. Aldrei hafa í raun komið fram öflug framboð gegn sitjandi Forseta. Hér áður var meginreglan að ekki sé boðið gegn sitjandi Forseta og hann/hún ákveði í raun hvenær þeim finnst tíminn nógu langur. Vel má vera að við höfum haft svo góða Forseta, a.m.k. er ekki það mikið hægt að setja út á embættisfærslur þeirra enda eru þeir ekki formlega ábyrgir fyrir embættisfærslum. En erum við kannski að missa af góðum frambjóðendum þar sem alvarleg mótframboð eru erfið og Forsetar sitja lengi í embættinu?

Í ljósi ofansagðs kemur upp spurningin hvort að ekki sé kominn tími á að setja takmörk á hve lengi einn einstaklingur getur setið í embætti Forseta. Getur það verið eðlilegt að í lýðræðisríki geti menn setið svo lengi í embætti? Ég myndi leggja til að 8 ár væru nóg og að þá gæti viðkomandi einstaklingur ekki setið lengur, a.m.k. samfellt, sem Forseti.

Og að lokum þá óska ég ykkur öllum gleðilegs nýs árs.


mbl.is Býður sig fram til endurkjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú ert að leggja til að hömlur verði sett á lýðræðið. Ef þjóðin vill menn í embætti forseta og treystir þeim er það nóg...

Jón Ingi Cæsarsson, 1.1.2008 kl. 13:49

2 identicon

Viltu frekar að það komi alltaf nýr og nýr forseti og þegar uppi er staðið verðum við að borga þeim forsetum sem hafa setið eftirlaun. Eins og staðan er í dag borgum við Vigdísi og Ólafi Ragnari en ef hann hættir að þriðji tekur við þá borgum við sitjandi forseta, Vigdís og Ólafi Ragnari.

ég 1.1.2008 kl. 13:50

3 Smámynd: Daði Einarsson

Nei ég legg ekki til hömlur á lýðræðið. Telurðu það ólýðræðislegt að t.d. í Bandaríkjunum séu sett þau mörk að Forseti geti bara setið í tvö kjörtímabil? Ég er bara að leggja til sambærilegar reglur hér á landi, enda kannski kominn tími á að í raun sé kosið um Forseta en ekki að viðkomandi einstaklingar hafi áskrift að embættinu, hversu góðir sem viðkomandi eru. Það er slæmt þegar við erum jafnvel með kynslóð á kosningaaldri sem man ekki eftir síðasta forseta.

Daði Einarsson, 1.1.2008 kl. 13:54

4 Smámynd: Daði Einarsson

Lýðræðið kostar peninga, þó að við værum að greiða fyrri Forsetum eftirlaun þá er það eðlilegur kostnaður lýðræðisins. Á sama hátt og við greiðum fyrrum ráðherrum og þingmönnum eftirlaun jafnvel fyrir stutta setu í viðkomandi embættum.

Daði Einarsson, 1.1.2008 kl. 13:56

5 Smámynd: Sif Traustadóttir

Ég er alveg á því að það megi setja reglur um hversu oft fólk getur boðið sig fram, en mér finnst tvö kjörtímabil of stutt.  Held ég myndi frekar segja 3 eða 4.  Embætti forsteta Íslands er ekki sambærilegt við forseta Bandaríkjanna, þar sem okkar forseti hefur ekki pólitískt vald á sama hátt og þar vestra, heldur er meira eins og erindreki eða andlit landsins út á við.  Í mörgum evrópulöndum, til dæmis á öllum hinum norðurlöndunum, Bretlandi og fleiri ríkjum situr fólk uppi með konungsfjölskyldu sem það fær ekki einu sinni að kjósa um, heldur erfir stöðuna og er ekki hægt að reka, alveg sama hvað þau gera.  Hér getum við þó allavega losnað við forsetann ef okkur líkar hann ekki og valið okkur nýjan.

Mér finnst líka allt í lagi að hugsa um kostnaðinn sem hlýst af því að hafa allt þetta lið á eftirlaunum...

Sif Traustadóttir, 1.1.2008 kl. 14:40

6 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ég er ósammála því að það þurfi að setja þessu einhverjar skorður.  Lýðræðið einfaldlega ræður.  Þjóðin ræður.  Ef þjóðin kýs einhvern þá gegnir viðkomandi embættinu þangað til hann/hún annað hvort hættir eða þjóðin kýs einhvern annan.  Svo einfalt er það.

Á Íslandi hafa forsetar verið kosnir milli fimmtugs og sextugs.  Ólafur var 53 ára þegar hann var kosinn og Vigdís var sextug.  Það þýðir að ólíklegt er að forseti sitji mikið lengur en í 15-20 ár.  Það er líka mjög langur tími í svo krefjandi starfi sem forsetastarfið er enda segir sagan okkur að þeir hafa setið í 12-16 ár.  Ólafur verður 69 ára þegar næsta kjörtímabili lýkur.  Vigdís var 66 ára þegar hún hætti.

Ég held að vandamálið sé ekki til staðar og því ekki ástæða til að setja þjóðinni takmarkanir á því hvern hún vill hafa sem forseta.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 1.1.2008 kl. 16:24

7 Smámynd: a

Ég á erfitt með að skilja orð þín "Getur það verið eðlilegt að í lýðræðisríki geti menn setið svo lengi í embætti?" þegar einstaklingur er lýðræðislega kjörinn af meirihluta þjóðarinnar. Ertu þá að meina að það þurfi að hafa vit fyrir meirihlutanum svo hann geri ekki álíka vitleysur?

a, 1.1.2008 kl. 22:10

8 Smámynd: Halla Rut

Mér er nokkuð sama. Finnst hann ágætur á meðan hann er með þessa konu sér við hlið.

...Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir bloggvináttu á árinu sem er að líða....
 

Halla Rut , 2.1.2008 kl. 15:32

9 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Gleðilegt ár

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.1.2008 kl. 02:13

10 Smámynd: Daði Einarsson

Marinó, ég varpa þessu fram sem spurningu. En almennt séð þá tel ég ekki mikið lýðræði fólgið í því ef að einstaklingar hafa svotil áskrift að embætti hvort sem þeir eru góðir eða slæmir í viðkomandi embætti. Litlu skiptir því í mínum huga hvort að viðkomandi sé vinsæll eða að kosningar séu sjónarspil (sem þær eru ekki á Íslandi). Að jafnvel mótframboð sé litið á sem næstum því móðgun, eins og mér fundust viðbrögð við mótframboði við Vigdísi á sínum tíma vera. Stundum hefur maður það á tilfinningunni að Íslendingar horfi á Forsetan sem kóng.

Að vísu hefur Forseti Íslands ekki mikið meiri völd en kóngar og drottningar margra nágrannaríkja okkar. Kannski liggur vandinn meira þar, þ.e. að Forsetinn hafi of lítil völd til að menn telji það þess virði að reyna að fella sitjandi Forseta.

Daði Einarsson, 3.1.2008 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tveimur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband