Taka verður hart á málum er rétt reynist

Nú halda óeirðirnar áfram í úthverfi Parísar og ástandið er slæmt. Greinilegt að stutt hefur verið í kveikiþráðinn í samfélaginu, a.m.k. ef mið er tekið af því sem lögreglan segir og hefur sagt áður. Eins og ég skrifaði um í gær þá hefur ástandið meðal innflytjenda verið slæmt og það í langan tíma. Nú heldur innanríkisráðherra Frakklands því fram að óeirðirnar séu skipulagðar. Líklega er þá vísað til öfgahópa múslíma. Jarðvegurinn fyrir áhrif þeirra er fyrir hendi og líklega ekki erfitt að notfæra sér örvæntingu og reiði íbúanna og sérstaklega ungs fólks.

Ef rétt er að óeirðirnar séu skipulagðar, þá verða frönsk yfirvöld að taka hart á málinu. Finna verður út hver/hverjir standa á bakvið óeirðirnar og refsa þeim í samræmi við lög. Væri þetta þá ekki skipulögð glæpastarfsemi?


mbl.is Sarkozy hvetur Parísarbúa til stillingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eða skipulögð hryðjuverkastarfsemi...?

Jón 27.11.2007 kl. 13:06

2 Smámynd: Daði Einarsson

Jón: fyrir mér eru hryðjuverk glæpastarfsemi. Auk þess þá má líklega kæra viðkomandi fyrir fleira en hryðjuverk í þessu tilviki sem og öðrum svipuðum. Þ.e. ef rétt reynist.

Skúli: vissulega eru einhverjir trúarleiðtogar að nýta sér örvæntingu og þá útilokun sem viðkomandi ungmenni (og aðrir) upplifa. En að tala um alheimssamsæri er vægast sagt fjarstæðukennt. Múslímar eru ekki einn hópur með sama markmið. Nákvæmlega á sama hátt og það er ekkert gyðingasamsæri, enda þeir ekki einn einslitur hópur. Punkturinn í greininni er einfaldur og það er að taka beri hart á glæpastarfsemi hver sem réttlætingin er fyrir henni. Taka þarf á vandamálinu á tveimur vígstöðvum samtímis þ.e. taka á samfélagslegum vandamálum sem eru rót vandans (fátækt, mismunun, oft skortur á menntun, o.s.frv.) og að taka hart á glæpum. Hafa verður þó í huga að þegar kemur að því að taka á glæpum þá verður í þessu samfélagi sem öðrum að byggja upp traust hjá íbúunum til að þeir vilji vinna með lögreglu til að auka öryggi í hverfunum sem það býr.

Daði Einarsson, 27.11.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og núlli?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband