Er ekki komið nóg af sjálfstæðum ríkjum á balkanskaga?

Ekki fyrir svo mörgum árum voru 4 ríki á Balkanskaganum eða Albanía, Búlgaría, Grikkland og Júgóslavía. Nú eru þau orðin 9 og ef Kosovo-Albanar ná sínu í gegn þá verða þau 10. Svo virðist sem grunnt sé á því góða milli nokkurra þeirra og að ákveðin ríki séu kannski ekki of burðug. Hvenær ætli menn reyni að stöðva þessa þróun? Það getur varla verið gott að ríkjum á litlu landsvæði hafi fjölgað svo mikið á stuttum tíma. Vissulega var eðlilegt að Júgóslavía brotnaði í sundur á svipaðan hátt og Sovétríkin, en er þetta ekki of mikið.

Hvað gera menn ef að Kosovo-Albanar lýsa yfir sjálfstæði og Serbar segja hingað og ekki lengra, og senda herinn inn. Slæmt er fyrir Serba að hafa hluta af landi sínu undir erlendri stjórn, hverjar svo sem ástæður fyrir því eru. Ef að í stað þess að Kosovo verði með nokkuð sjálfstæði en innan Serbíu, að þá verði um sjálfstætt ríki að ræða þá hlýtur krafa almennings í Serbíu að gripið sé til aðgerða. Hver verða þá viðbrögð t.d. í Bosníu, en þar mætti sjá fyrir sér mögulega 3 ríki í stað 1.  Kannski ekki líklegt en óstöðugleiki á Balkanskaga yrði slæmur fyrir alla.

Sem betur fer er þó frekar líklegt að ef Kosovo-Albanar lýsi yfir sjálfstæði að þeir yrðu einangraðir af alþjóðasamfélaginu. Enda yrði meginmarkmið ESB og fleiri aðila að koma í veg fyrir að átök brjótist út á ný á svæðinu. Enda ekki gott að þurfa að koma inn aftur til að stilla til friðar. Varla er líklegt að Albanía myndi standa við bakið á Kosovo Albönum, enda er þeim líklega meira í mun að komast í aðildarviðræður við ESB, en að styðja við ríki sem yrði undir eins einangrað af öðrum Evrópuríkjum.


mbl.is Kosovo-Albanar varaðir við að ana út í sjálfstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daði Einarsson

Jú vissulega á það rétt á því á sama hátt og Baskar, Skotar, Bosníu-sebar, Bosníu-Króatar, Kúrdar, o.s.frv. En það sem máli skiptir er að stöðugleiki á svæðinu, sem fellur að mikilvægum hagsmunum Evrópuríkja. Nokkuð víst er að Serbar muni ekki sætta sig við sjálfstætt Kosovo. Þar af leiðandi er sjálfstæði Kosovo möguleg ógn við viðkvæman frið á balkanskaganum sem við höfum núna. Og hvað með Serbana sem búa í Kosovo?

Myndi Spánn sætta sig við að Baskar lýstu yfir sjálfstæði?

Daði Einarsson, 20.11.2007 kl. 14:28

2 Smámynd: ViceRoy

Þetta getur byrjað einfaldlega að ýta undir að aðrar þjóðir geri slíkt hið sama. Belgía er að tvístrast ekki satt? Spurning hvenær það gerist á Spáni og Kanada. Getum örugglega nefnt fleiri lönd og þetta gæti endað með helling af smáþjóðum sem varla ná að halda sér uppi... eða það er alla vega mín skoðun, en ég tel mig nú svo sem ekki hafa mikið vit á þessum málum.

ViceRoy, 20.11.2007 kl. 14:31

3 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Nóg til af þeim, meira segja moldavía gæti splittast i sundur

Alexander Kristófer Gústafsson, 20.11.2007 kl. 17:24

4 identicon

Albanskt land, albanskt fólk og ríkið ætti að vera albanskt. Erum búnir að vera þar frá steinöld og Serbarnir komu á 4. öld.

Kósovo-Albani 20.11.2007 kl. 18:48

5 Smámynd: Daði Einarsson

Já og Svíar réðu einu sinni Finnlandi og svæði sem nú eru hluti af Rússlandi. Það er endalaust hægt að taka svipuð dæmi. Málið er einfaldlega að stofnun sjálfstæðs ríkis Kosovo er líklegt til að ýta undir óstöðugleika á svæðinu. Svo er auðvitað spurning um þá Serba sem lifa í Kosovo og hafa verið ofsóttir af Albönskum Kosovobúum. Væri ekki betra fyrir Kosovo að hafa talsvert sjálfstæði innan Serbíu?

Daði Einarsson, 20.11.2007 kl. 20:09

6 identicon

Ekki mundi þér finnast betra að vera undir Dönum ennþá. Og varðandi Serbana sem lifa í Kósovo þá eru þeir ekki einu sinni 10 % og svo eru öll réttindi minnihlutahópa þar uppfyllt. Ég mundi velja einangrun fram yfir ósjálfstæði. Og svo mundum við ekki mótmæla því að sameinast Albaníu eins og réttast væri.

Kósovo-Albani 21.11.2007 kl. 02:10

7 Smámynd: Daði Einarsson

Líklega eru Serbarnir þá bara að kvarta yfir engu eða hvað? Líklega ástæðan fyrir því að margir þeirra hafa flúið norður á bóginn. Vel má vera að þú sért til í einangrun en varla samlandar þínir sem myndu vera þeir sem þjást. Albanía mun líklega ekki vera til í að ganga gegn alþjóðasamfélaginu með að styðja við sjálfstæði Kosovo og hvað þá eitthvað meira. Albaníu er meira í mun en það að hefja aðildarviðræður við ESB.

Daði Einarsson, 21.11.2007 kl. 07:19

8 identicon

Serbarnir trúa að Kósovo sé þeirra land. Við vitum að það er okkar. Og svo mundum við ekki einangrast því Bandaríkin styðja okkur. En segjum svo að við fáum ekki sjálfstæði. Hvað gerist þegar Alþjóðaherinn fer? Annað stríð. Það er fullt af fólki þar niðri sem er búið að sjá fjölskyldu sína myrta af serbneskum her- og lögreglumönnum. Þótt að ég sé friðarsinni segi ég skítt með friðinn í þessu tilfelli.

Kósovo-Albani 21.11.2007 kl. 15:49

9 Smámynd: Daði Einarsson

Já svo þú heldur að Bandaríkjamenn séu tilbúnir að styðja stofnun ríkis sem ógnað gæti viðkvæmum stöðugleika á svæðinu? Það kæmi mér á óvart. Hvaða hag ættu Bandaríkjamenn að hafa af því? Ef að stríð brýst út þegar alþjóðaherinn fer, hverjum verður það að kenna? Er ekki kominn tími á að slíðra sverðin og reyna að komast að lausn um framtíð Kosovo sem allir geti sætt sig við?

Daði Einarsson, 21.11.2007 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og níu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband