Frjálsar kosningar?

Það er nokkuð merkilegt að boða til kosninga fyrst að ástandið á að vera svo slæmt í Pakistan að það var þörf á að setja neyðarlög. Ég get skilið röksemdir Forseta landsins um að hæstiréttur hafi í raun tekið ítrekað fram fyrir hendurnar á löggjafar- og framkvæmdavaldinu. Hvað sem er rétt í því kemur í raun ekki málinu við. Aðalmálið nú er að vinna úr þeirri stöðu sem er upp komin, sérstaklega í ljósi þess að það eru grundvallarhagsmunir Bandaríkjanna og fleiri ríkja að stöðug stjórn sé í Pakistan.

Allt og gott með að hafa stöðuga stjórn, en þegar þeir átta sig ekki á grundvallaratriðum þá eru þeir í vondum málum. Ef að neyðarlög eru í landinu sem m.a. banna fjöldasamkomur (eftir því sem ég best veit), hvernig er þá hægt að hafa kosningar. Hvernig eiga, sérstaklega minna þekktir, frambjóðendur að afla sér fylgis? Hvernig eiga þeir að koma sínum málum á framfæri? Það einfaldlega gengur ekki upp að halda kosningar í þessari stöðu. Nær væri að segja að t.d. í lok desember verði neyðarlögunum aflétt og 4-6 vikum síðar verði kosningar. Herinn getur haldið áfram sínum aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum eins og ekkert hafi í skorist.

Frjálsar kosningar þurfa frjálst umhverfi.


mbl.is Staðfest að kosningar fara fram í Pakistan 8. janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tólf?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband