Norðmenn standa við sitt

Það er ánægjulegt að Norðmenn taka hlutverk sitt innan NATO alvarlega og eru tilbúnir að senda meira herlið til að standa við það sem þeir hafa lofað með aðild sinni að NATO og að verkefninu. Hér er um mjög ólíka nálgun en er að finna hjá hæstvirtum utanríkisráðherra Íslands. Í stað þess að standa við skuldbindingar þá er borgaralegum starfsmanni í verkefni á vegum NATO kippt út úr Bagdad án þess að nokkur rök búi þar að baki. Eitt er þegar ríki dregur herlið sitt til baka útúr stríði þar sem það telur ekki þörf eða réttlætingu fyrir afskiptum þeirra að viðkomandi stríði. Annað er að draga borgaralega starfsmenn útúr verkefni án þess að nokkuð búi þar að baki nema vilji stjórnmálamanns til að slá pólitískar keilur.

Ingibjörg Sólrún ætti að fara í læri hjá frændum okkar í Noregi til að átta sig á því að þegar land ákveður að taka þátt í verkefni þá hoppa menn ekki bara út úr því án nokkurrar ástæðu. Að vísu er ekki við miklu að búast frá manneskju sem hefur ekki fundist mikið af því að svíkja gefin loforð gagnvart bandamönnum í stjórnmálum. 


mbl.is Norðmenn senda liðsauka til Afganistans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fimmtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband