Hver er maðurinn?

Þar sem ég vann leikinn hjá Ásdísi Sig. með því að giska á Jenný þá kem ég hér með nýja gátu.

Maðurinn er útlendingur og er rétt rúmlega fimmtugur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

býr hann í útlöndum? (þetta er í fyrsta skipti sem mér tekst að vera með í þessum leik )

halkatla, 6.11.2007 kl. 11:07

2 Smámynd: Daði Einarsson

Já hann býr erlendis í sínu heimalandi

Daði Einarsson, 6.11.2007 kl. 11:19

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Andrea Bocelli?

Hrönn Sigurðardóttir, 6.11.2007 kl. 14:07

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fyrsta sinn líka sem ég er að geta, er hann í kvikmyndum?

Ásdís Sigurðardóttir, 6.11.2007 kl. 14:22

5 Smámynd: Daði Einarsson

Nei ekki Andrea Bocelli

Veit ekki til þess að hann sé listamaður, en segja má að hann og fjölskylda hans séu og hafi í gegnum tíðina verið velgjörðarmenn lista og listamanna. 

Daði Einarsson, 6.11.2007 kl. 17:32

6 Smámynd: halkatla

ef ég man rétt þá má ég giska aftur af því að svarið var já, humm, er hann milljónamæringur?

halkatla, 7.11.2007 kl. 13:28

7 Smámynd: Daði Einarsson

Ekkert að því að giska oft

Nei hann er ekki milljónamæringur, þó hann sé vel stæður og ekki bara efnahagslega heldur sérstaklega þegar kemur að status - hátt settur án raunverulegra valda

Daði Einarsson, 7.11.2007 kl. 14:22

8 Smámynd: halkatla

´ji hvað mér dettur enginn í hug, humm, gæti þetta nokkuð verið páfinn....

halkatla, 7.11.2007 kl. 18:34

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

forseti einhvers lands ??

Ásdís Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 00:32

10 Smámynd: Daði Einarsson

Ekki er þetta páfinn.

Hann er ekki forseti en gegnir svipuðu hlutverki þó hann hafi aldrei verið kosinn til starfans eða nokkur af hans forfeðrum. 

Daði Einarsson, 8.11.2007 kl. 06:41

11 Smámynd: halkatla

páfinn er líka valdamikill, humm, þannig að þetta er ábyggilega einhver konungborinn, ég spyr: býr hann á Bretlandi?

halkatla, 8.11.2007 kl. 16:32

12 Smámynd: Daði Einarsson

Já konungborinn er hann en ber ekki kóngstitil og er frá litlu evrópuríki

Daði Einarsson, 8.11.2007 kl. 22:14

13 Smámynd: halkatla

Albert prins? (ég er svo illa að mér í kóngastöffi...)

halkatla, 9.11.2007 kl. 13:14

14 Smámynd: Daði Einarsson

Nei ekki er það Albert prins.

Sá sem hér um ræðir er ekki prins eða kóngur en er þjóðhöfðingi síns lands sem er smáríki með nokkru fleiri íbúa en Ísland og margir íslendingar búa þar.

Daði Einarsson, 9.11.2007 kl. 22:29

15 Smámynd: Daði Einarsson

Þar sem fólk virðist hafa gefist upp þá upplýsi ég hvern var um að ræða (vissi ekki að það væri svona erfitt): Henri Stórhertogi í Lúxemborg.

Daði Einarsson, 19.11.2007 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og níu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband