Andstaða við breytingar vegna heimsku ...

... eða á kannski frekar að tala um það sem vanmat eða skort á skilningi á vilja kjósenda? Vandi forystumanna ESB er að þeir átta sig of oft ekki á af hverju fólk í aðildarríkjunum styðja og eru ánægð með aðild síns lands að ESB. Ennfremur virðast þeir oft ekki fatta að stór munur er milli ríkja þegar kemur að forgangsröðun í huga kjósenda á hvað ESB á að gera. Almennt séð má segja að almenningur í Evrópu vill að ESB sé ekki bara um markað heldur að sameiginlega sé ýtt undir evrópska nálgun í ákveðnum málaflokkum. Hér má horfa sérstaklega til félagslegra þátta og þar með talið heilbrigðismál. 

Of miklar breytingar eru slæmar og að flækja málið of mikið er slæmt. En af hverju á ekki að búa til einn sáttmála fyrir ESB? Tvennt kemur til að mínu mati:

1. Í raun er þegar um einn sáttmála að ræða sem hefur breyst með nýjum viðbótum eða breytingum. Svipað og þegar lögum er breytt þá er ákveðnum þáttum breytt en ef hægt er að komast hjá því þá er ekki lögunum breytt í heild sinni. Allir sáttmálar ESB mynda í raun einn sáttmála. Algjör óþarfi er því að bera undir kjósendur þann hluta sem hefur þegar verið samþykktur. Þessi árátta hjá leiðtogum ESB að búa til nýjan sáttmála til að leysa Rómarsáttmálann af hólmi er ekki vænleg til árangurs og ekkert er af því að hafa ekki heildarsáttmála samþykktan sem slíkan enda hafa viðkomandi atriði þegar verið samþykkt. Besta leiðin til að breyta ESB er að eingöngu leggja fram það sem verið er að breyta.

2. Það er verið að breyta of miklu í einu. Vænlegra til árangurs er að einbeita sér að nauðsynlegum breytingum og endurskoða aðra hluta síðar. Ef lagðar eru til of miklar breytingar verður niðurstaðan oft að engu er breytt.  Best hefði verið að leggja eingöngu til nauðsynlegar breytingar á ákvarðanatökuferlinu en ekki hreyfa við öðrum þáttum. Þá hefði verið hægt að setja í gang vinnu við að skoða einstök atriði í sáttmálum ESB er varðan mismunandi efnilega þætti.

Endalaus áhersla ESB á að minnka regluverk og efla innri markaðinn án þess að á sama tíma að leggja mikla áherslu á stefnumótun og samráð milli aðildarríkja sérstaklega á félagslega sviðinu. Eins og ég skyldi útkomuna í Frakklandi í fyrra þá voru tvö atriði sem stóðu uppúr. Annars vegar andstaða við að sáttmáli (treaty) væri kallaður stjórnarskrá og hins vegar að félagslegir þættir hefðu orðið útundan. Hver voru viðbrögð forystu ESB? Leiðtogarnir töldu að mikilvægast væri að draga úr reglusetningu - sem er gott og gilt - og draga úr stefnumótunarstarfi á einstökum sviðum sérstaklega varðandi félagslega þætti. Svo var líka lögð áhersla á að reyna að koma í gegn öllum eða svotil öllum breytingum sem voru í stjórnarskránni svokölluðu.

Leiðtogar ESB eru að mínu mati að gera slæm mistök þar sem nokkuð víst er að þessi nýji sáttmáli verður ekki samþykktur í nokkrum löndum og óvíst í mörgum öðrum.  Kannski kemur best í ljós í þessu máli hve fjarlægir leiðtogar a.m.k. margra landa eru frá kjósendum og skilja ekki af hverju menn samþykkja ekki allt án umhugsunar. 

Er ekki kominn tími til að menn hugsi þróun ESB aðeins uppá nýtt og fresti frekari fjölgun á aðildarríkjum. Mun betra væri fyrir ESB að bjóða þeim sem áhuga hafa á að tengjast innri markaðnum uppá svipað eða samskonar fyrirkomulaga og EES. Jafnvel að taka upp viðræður við Ísland, Noreg og Liechtenstein um stækkun á EES. Yrði líklega betri lausn heldur en að fjölga aðildarríkjum og þar með flækja ákvarðanatökuferli innan ESB. Flest ríki sem nú eru að leita eftir aðild myndu telja það nóg sem fyrsta skref enda er það innri markaðurinn sem þau eru að leita eftir.


mbl.is Stuðningur Íra við umbætur ESB fer minnkandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daði Einarsson

Takk fyrir góða punkta Guðjón, ég held að við séum í meginatriðum sammála. 

Það er margt sem má og þarf að laga. Meginatriðið er að vita af hverju flest ríki sem sækja um aðild vilja tengjast ESB nánum böndum. Að megni til er það markaðsaðgangur og svo að tryggja að þau (austurblokkin) lendi ekki aftur undir Rússum og geti verið sjálfstæð frá þeim. EES lausn hefði líklega verið nóg fyrir þau flest enda eru ýmis mál ekki í lagi hjá þeim og að mínu mati voru mörg þeirra ekki tilbúin í aðild að ESB á mismunandi forsendum.

ESB þarf, að mínu mati, að auka áherslu sína á vinnu að félagslegum málum til að styrkja innri markaðinn og almenning í löndunum. Þar á meðal að ýta undir endurbætur á félagskerfum landana til að hafa hvata fyrir fólk að fara út á vinnumarkaðinn og t.d. ekki refsa öryrkjum fyrir að vinna hlutastörf. Þetta þýðir ekki frekari regluverk heldur að ýta undir samstarf milli aðildarríkjanna og að þau læri betur af reynslu hvors annars. Á sama tíma þarf að einfalda regluverkið.

Daði Einarsson, 6.11.2007 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sautján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 907

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband