Jákvætt?

Er það jákvætt að Aung San Suu Kyi hafi farið á fund með ráðherra herstjórnarinnar í Búrma? Er herforingjastjórnin að sýnast gagnvart alþjóðasamfélaginu? Enn sem komið er, þá er óljóst hvað býr að baki. Það er þó jákvætt að sýnt hafi verið frá fundinum í ríkissjónvarpinu í Búrma. Í raun eru tveir megin möguleikar sem mér dettur í hug og mjög ólíkir.

1. Herforingjastjórnin er að gera tilraun til að létta þrýstingi af sér og reyna að sýna að þeir séu tilbúnir til sátta. Þeir munu því í raun ekki láta neitt eftir að sýnum völdum en gæti verið tilbúnir að láta undir minniháttar kröfum. Engin ætlun að gera neitt frekar, nema þeir neyðist til og bara gera nógu mikið til þess að alþjóðasamfélagið dragi sig aðeins til baka eða að samstaða alþjóðasamfélagsins bresti. Kosningar yrðu þá líklega boðaðar en sett upp með þeim hætti að útkoma kosninga myndi ekki ógna of mikið þeirra völdum.

2. Herforingjastjórnin er að leita að leið út úr vandanum og að láta af völdum á eins virðulegan hátt og mögulegt er. Hluti af því væri að þeir fengju sakaruppgjöf og einhver skilgreind heiðurshlutverk. Þeir þyrftu þá að finna leið til að þróun í átt að lýðræði sýni að einhverju leyti þeirra frumkvæði.

Mikilvægast í þessu máli, óháð því sem herforingjastjórnin er til í að gera - er að alþjóðasamfélagið haldi áfram að þrýsta á herforingjastjórnina til að láta af völdum og koma á lýðræðislegri stjórn í landinu. Jafnframt að vera tilbúin að styðja nýja stjórn í uppbyggingu á efnahag landsins.


mbl.is Aung San Suu Kyi fundaði með fulltrúa herstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og átján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband