Brown góður

Gaman að sjá Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands taka svo ákveðið á málum. Skilaboðin sem hann sendir eru skýr og ákveðin. Hann ítrekar að ekki sé líðandi að Íranar þrói kjarnorkuvopn og núverandi aðgerðir eru ekki að virka nógu vel. Frekari aðgerða er því þörf og alþjóðasamfélagið verður að vera tilbúið að gera það sem þarf til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kjarnorkuvopn, sérstaklega til landa sem vinna að eyðingu annars ríkis - þ.e. Ísraelsríkis - eins og stjórnvöld í Íran hafa gert um margra ára skeið.

Til viðbótar við þá ógn sem Ísrael stæði mögulega af kjarnorkuvopnum Írana þá myndi það líklega koma af stað kjarnorkuvopnakapphlaupi þar sem mörg önnur ríki á svæðinu myndu telja nauðsynlegt að gera slíkt hið sama. Gera má ráð fyrir að ríki eins og Sádi Arabía, Egyptar og Sýrlendingar myndu fljótlega hefja þróun kjarnorkuvopna. Best er ef að ekkert þessara ríkja hafi kjarnorkuvopn.


mbl.is Bretar krefjast frekari aðgerða gegn Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Það er lang best að sem flestir komi sér upp kjarnorku.  Bretland og Íran eru tvö lönd sem gætu dregið verulega úr mengun ef þau notuðu meira af kjarnorku.  Kol og olía sem þessi lönd nota menga mikið og tel ég skynsamlegt að t.d. Íran noti kjarnorku til að framleiða rafmagn fyrir sitt ört stækkandi hagkerfi.  Frakkar eru komnir hvað lengst í notkun kjarnorku og hafa hannað mjög örugg kjarnorkuver sem gætu hentað vel í Íran.  Sýrland og Albanía eru fátæk lönd sem eiga litla olíu en gætu örugglega nýtt sér frönsk umhverfisvæn kjarnorkuver til raforkuframleiðslu.  Evrópusambandið og Ísland ættu að gefa frönsk kjarnorkuver til fátækra þriðjaheimslanda og stuðla þannig að bættum lífskjörum handa milljónum.  Ekkert er eins gefandi og góð gjöf.

Björn Heiðdal, 23.10.2007 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fimmtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband