23.10.2007 | 08:09
Gott að vilji er fyrir hendi
Í gegnum fréttir af Írak endurspeglast oft vandi mála í miðausturlöndum og í raun á stórum hluta þeirra svæða sem hafa áður verið undir nýlenduveldunum og öðrum heimsveldum. Kúrdar hafa endað í þremur ríkjum og landamæri á svæðinu öllu eru nokkuð skrítin. Mikið um löng þráðbein landamæri sem varla getur verið eðlilegt - er eins og menn hafi notað reglustiku. Mikið af vandamálum á þeim svæðum sem landamæri hafa verið dregin með þessum hætti hafa átt í vandræðum á síðustu áratugum. En vandamál Kúrda er í raun svipað og t.d. Baska á Spáni og í Frakklandi og finna má dæmi víðar. Til viðbótar við slæm landamæri í miðausturlöndum eru svo einræðisstjórnir sem eru oft hræðilegar t.d. Íran, Sádi Arabía, Sýrland, og áður Írak. Svo eru erfiðleikar víða um svæðið sem er oft tengt trúarbrögðum. Í Palestínu virðist allt loga í óöld, í Líbanon er jafnvel hætta á annarri borgarastyrjöld, Írak er í upplausn, og restin virðist meira og minna vera undir hörðum einræðisstjórnum þ.e. fyrir utan Ísrael sem er bæði lýðræðisríki og mjög stöðugt. Þeir haga sér þó oft eins og reiður krakki - hefna fyrir árásir á landið í stað þess að ráðast að þeim sem réðust á landið. Erfitt er að vera bjartsýnn þegar ástandið er svona - a.m.k. eins og ég sé það - en þó vonar maður í lengstu lög að ástandið fari að batna og hægt verði að byggja upp frið.
Átök milli Tyrkneska hersins og skæruliða Kúrda eru reglulegar fréttir. Nú virðast Tyrkir hafa fengið nóg og eru reiðubúnir að ráðast inn í Írak til að elta skæruliðana uppi. Spenna á svæðinu hefur farið vaxandi og líkurnar á innrás eru nokkuð miklar. Aftur á móti eru það jákvæðar fréttir að Tyrkir vilja í lengstu lög leysa málið á diplómatískan hátt þ.e. með því að stjórnvöld í Írak leysi málið. En skilaboð Tyrkja er skýr og þeir eru tilbúnir að senda herlið yfir landamærin til að stöðva árásir skæruliða. Það er auðvelt að skilja afstöðu Tyrkja, enda er varla hægt að þola endalaust að árásir séu gerðar á landið án þess að tekið sé á málinu. En það er góðs viti að Tyrkir vilja komast hjá því að senda inn herinn en eitthvað þarf að gerast áður en þolinmæði Tyrkja þrýtur.
Oft er maður þakklátur fyrir að búa í Evrópu á þessum friðartímum í álfunni og að í raun aldrei þurfa að hafa áhyggjur að maður gæti lent í því að búa á svæði þar sem hernaðarátök geta farið fram.
Tyrkir stefna að diplómatískri lausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Af mbl.is
Íþróttir
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning