22.10.2007 | 15:09
Væri ekki best að aðskylja borgaralega og trúarlega giftingu?
Þjóðkirkjan hefur í langan tíma átt í nokkrum erfiðleikum með mál er varða hjónavígslu samkynhneigðra. Skoðanir um málið eru mjög skiptar og í raun er þrýstingur á Þjóðkirkjuna jafnvel of mikill ef litið er á hana sem trúfélag. En því miður fyrir Þjóðkirkjuna þá er hún ekki bara trúfélag heldur líka ríkisstofnun - a.m.k. óbeint. Hvað getur Þjóðkirkjan gert sem myndi auðvelda málið til muna og í raun leysa málið a.m.k. að stórum hluta. Tvö atriði koma helst upp í hugann:
Fyrst væri að aðskilja borgaralega og trúarlega giftingu. Í fjölmörgum löndum í Evrópu er það ekki á hendi trúfélaga að gifta fólk lögformlegri giftingu. Sú athöfn fer fram hjá borgaralegum yfirvöldum og er tákn um að hin lögformlega gifting er samfélagsleg stofnun en ekki trúarleg. Að lokinni borgaralegri giftingu fara þeir sem vilja í kirkjulega athöfn þar sem hjónabandið er blessað í samræmi við trú nýgifta parsins. Að gefa fólk saman er því tekið í raun frá kirkjunni og hlutverk kirkjunnar er að blessa hjónabandið í gegnum athöfn viðkomandi trúfélags. Ef þetta skipulag yrði tekið upp á Íslandi þá fengju samkynhneigðir í raun að ganga í hjónaband, án þess að Þjóðkirkjan myndi þurfa að gefa parið saman ef að Kirkjan telur sér trúarlega ekki stætt á því.
Næst væri að klára aðskilnað milli ríkis og kirkju, auðvitað með talsverðum aðlögunartíma. Þjóðkirkjan yrði því eins og hvert annað trúfélag, með réttindi og skyldur í samræmi við það. Hún ætti ekki yfir sér kröfur um að sem opinber stofnun, yrði hún að gera eitthvað ákveðið sem gæti jafnvel verið á mörkum þess sem leiðtogar kirkjunnar - prestar og leikmenn - væru tilbúnir að ganga í viðkomandi máli t.d. varðandi að gefa saman samkynhneigð pör.
Ég held að með þessum tveimur veigamiklu og mikilvægu breytingum væri hægt að koma öllum málum sem snúa að kirkjunni í betri farveg. Sérstaklega ef að fyrri tillagan yrði framkvæmd sem fyrst. Auk þess væri það taktískt fyrir Kirkjuna enda væri mun erfiðara fyrir samkynhneigða að fara fram á giftingu í kirkju ef að hin lögformlega gifting fer fram utan trúfélaga.
Biskup Íslands: Ómaklega vegið að kirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Af mbl.is
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver framkvæmir hina lagalegu giftingu skiptir ekki máli að mínu mati. Það sem ég hef lesið um þetta mál þá snýst málið um það að samkynhneigðir vilja ganga í vígða sambúð en kirkjan vill ekki leyfa þeim það. Borgaralegar og trúarlegar giftingar eru aðskilin á íslandi að því ég best veit. Eini munurinn er sá að í trúarlegri giftingu hjálpar presturinn við að fylla út pappírana sem skila þarf inn til sýslumanns. Ríkið samþykkti fyrir nokkrum árum að leyfa giftingar samkynhneigðra en kirkjan vill ekki.
Ólafur Pétur Ágústsson 22.10.2007 kl. 15:59
Gert var samkomulag sem afar einfaldað má segja að ríkið tæki að sér launagreiðslur presta en kirkjan afsalaði sér á móti kirkjujörðunum. Sömu jörðum og ríkið er langt komið með að selja úr sinni eigu. Hvernig á að vera hægt að vinna ofan af þessum gjörningi? Vilt þú að ríkið kaupi aftur jarðirnar sem það er búið að selja og afhendi kirkjunni þær aftur?
Gestur Guðjónsson, 22.10.2007 kl. 16:14
Þá er þinn skilningur annar en minn en í 16. grein hjónavígslulaga (lög 31/1993) segir: "Stofna má til hjúskapar fyrir presti, forstöðumanni skráðs trúfélags er hefur vígsluheimild, sbr. 17. gr., eða borgaralegum vígslumanni."
Prestar eru í raun umboðsmenn ríkisins í þessum málum og þurfa auðvitað að skila inn pappírum til hins opinbera á sama hátt og t.d. sýslumenn sem framkvæma sambærilega athöfn. Prestar eru vígslumenn í skilningi laganna og hljóta þar af leiðandi að vera að framkvæma borgaralega og trúarlega giftingu.
Daði Einarsson, 22.10.2007 kl. 16:24
Var þessum jörðum ekki upphaflega stolið a.m.k. af núverandi Þjóðkirkju með valdi við siðaskiptin? Svo er auðvitað vafamál með að allar þessar jarðir hafi komið með frjálsri hendi til kaþólsku kirkjunnar á sínum tíma. Ef að skila ætti jörðunum til kirkjunnar væri það þá ekki frekar til þeirrar Kaþólsku?
Daði Einarsson, 22.10.2007 kl. 16:26
Kirkjujarðir eiga vera teknar eignarnámi. Það yrði þá ekki ósvipaður gjörningur eins og kirkjan hafði í frammi við að véla undir sig þessar jarðir fyrr á öldum. Það er óþolandi fyrir mig sem trúlausan í þessu landi að sjá þessa fugla fá 4 þúsund miljónir á hverju ári úr vasa skattgreiðenda. Og ekki eru þeir að hrúga þessu fé í fátæka, það er nokkuð ljóst.
Valsól 22.10.2007 kl. 16:49
Gestur; ef við reiknuðum út hvað ríkið er búið að greiða mikið til kirkjunar síðan þessi gjörningur var gerður, heldurðu þá ekki að kaupverð jarðanna teldist greitt?
Auk þess veit ég ekki til þess að kirkjan hafi greitt neitt fyrir þessar jarðir í upphafi heldur fengið þær í skjóli hótana um helvítisvist.
Rún Knútsdóttir, 23.10.2007 kl. 11:54
...jæja, loksins er fólk farið að sjá í gegnum þetta bákn...sem á lítið sameiginlegt með hugsjónum Jesú Krists!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.10.2007 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning