Eins og venjulega ...

... þá kunna einræðisstjórnir varla aðrar leiðir en að handtaka fólk og brjóta niður með ofbeldi friðsamleg mótmæli. Þeir átta sig ekki á því að með þessum aðgerðum sem allir íbúar í Búrma vita örugglega af, þá ýta þeir undir frekari reiði í garð stjórnarinnar sem getur komið þeim illa til lengri tíma litið. Ef að þeir hefðu hugsað málið í gegn þá hefðu þeir líklega getað í byrjun samið við munkana og mótmælinu hefðu ekki magnast eins og þau gerðu. Þeir hefðu með því komið vel út úr málinu og verið þeir sem innleiddu breytingar, en í stað þá eru þeir í dag í þeirri stöðu að allar breytingar í lýðræðis og frelsisátt eru klárlega þar sem þeir eru að gefa undan. En við hverju á maður að búast þar sem einræðisstjórnir virðast oftast ekki kunna að semja við sitt fólk og geta bara farið gegn eigin fólki með ofbeldi.

Alþjóðasamfélagið verður að halda áfram að þrýsta á herforingjastjórnina og er kannski ekki kominn tími til að setja ferðabann á leiðtoga stjórnarinnar?


mbl.is Stjórnvöld í Búrma halda áfram að elta uppi mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fimm?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband