Var þetta ekki framboð Frjálslyndra og óháðra?

Ef að ég man rétt þá var F-listinn í síðustu borgarstjórnarkosningum listi Frjálslyndra og óháðra. Ef þetta er rétt munað og ég held að það hafi komið fram í umræðu undanfarinna daga, hvernig geta þá talsmenn Frjálslynda flokksins verið að kvarta? Hafa ekki líka fleiri af þeim sem voru efst á F-listanum í borgarstjórnarkosningunum sem hafa sagt skilið við Frjálslynda flokkinn eða jafnvel aldrei verið þar?

Ég man heldur ekki eftir að talsmenn Frjálslynda flokksins hafi gert athugasemdir við að Margrét væri ennþá fyrsti varamaður fyrir F-listann í borgarstjórn eftir að hún yfirgaf flokkinn. Vonandi leiðréttir mig einhver ef ég fer rangt með.


mbl.is Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daði Einarsson

Er einhver sem situr í nefndum fyrir F-listann í borginni sem var þegar boðið var fram í F-listanum en er nú í Íslandshreyfingunni? Ef svo er af hverju hefur ekki verið gerð athugasemd við það? Eða fyrr en nú að Margrét er hluti af borgarstjórnarflokknum? Ef fólk í Frjálslynda flokknum heimtar að Margrét sé samkvæm sjálfri sér þá þurfa þeir að vera það líka.

Daði Einarsson, 16.10.2007 kl. 10:42

2 identicon

Bara að benda á það að hún er í Íslandshreyfingunni, sem er landsmálaflokkur, hann kemur ekki nálægt sveitastjórnapólitík. það er ekkert samasem merki að þegar þú styður flokk í landsmálum þá styður þú þann flokk í sveitastjórn.

mbk

Óli

Ólafur Hannesson 16.10.2007 kl. 11:12

3 Smámynd: Daði Einarsson

Hanna Birna, þar sem þessi athugasemd hefur farið framhjá mér gætirðu þá bent mér á hvar ég get fundið hana?

Er það ekki líka rétt að stór hluti af þeim sem skipuðu efstu sæti á F-listanum í síðustu borgarstjórnarkosningum hafa síðan þá hætt í FF? Eiga þessir einstaklingar þá líka að víkja sæti?

Daði Einarsson, 16.10.2007 kl. 12:11

4 Smámynd: Daði Einarsson

Hanna Birna, var ekki Ólafur F. í FF þegar kosningarnar fóru fram og hefur síðan sagt sig úr FF og gengið í Íslandshreyfinguna? Á hann þá líka að segja af sér? Hvort sem fólk er sátt við það siðferðislega að fólk sem er lýðræðislega kjörið geti skipt um flokka á kjörtímabilinu þá er það staðreynd og þeirra réttur. En hafa verður í huga að hún hefur ekki sagt sig úr borgarstjórnarflokki F-listans (Frjálslyndra og óháðra) eða eftir því sem ég best veit verið beðin um að segja af sér. Hvað eru margir af efri hluta af framboðslista F-listans í borgarstjórnarkosningunum 2006 sem hafa sagt skilið við FF eða aldrei verið í honum? Hve margir af þeim hafa gengið til liðs við Íslandshreyfinguna? En gaman væri ef þú gætir bent mér á þessa athugasemd eða kröfu um afsögn Margrétar frá því fyrir alþingiskosningar í vor sem þú vísar í hér að ofan.

Daði Einarsson, 16.10.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tuttugu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband