12.10.2007 | 16:10
Mjög jákvætt
Gott til þess að vita að leiðtogar múslima séu að lýsa sig tilbúna til að vinna að sáttum milli múslima og kristinna manna. Eins og þeir benda réttilega á þá eru meginátök nútímans byggð á trú eða a.m.k. réttlætt í trú. Öfgahópar múslima og kristinna hafa ýtt undir eða hafið átök sem nú geysa um allan heim. Ekki má heldur gleyma gyðingum í þessu, enda eru öfgamenn þar engu skárri en öfgamenn á öðrum stöðum.
En er raunhæft að átök sem varað hafa vel yfir 1000 ár eigi eftir hætta á næstu árum eða áratugum. Það er líklega mun lengra verkefni að ná sáttum en fyrsta skrefið að menn sættist á að vera ósammála um trú og að lifa í sátt og samlyndi með öðrum trúarbrögðum. Eingöngu með þeim hætti getur verið möguleiki á að kristnir menn og múslímar hætti að horfa á hin trúarbrögðin sem ógn og þar með verði grafið undan öfgahópum. En líklega er vænlegast til árangurs ef að trúarlegar stofnanir sem vilja þvinga vilja sínum upp á aðra, s.s. Vatíkanið, verði lagðar af og fólki gefið meira frelsi til að iðka sína trú án boða frá stofnunum sem þykjast vera handhafar sannleikans og/eða með bein tengsl við Guð (hver sem það er fyrir hvern og einn).
Trú getur verið til góðs en of oft hafa stofnanir viðkomandi trúarbragða ýtt undir ófrið og þjáningar.
Múslímaleiðtogar hvetja til sátta múslíma og kristinna manna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Nýjustu færslurnar
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Best væri ef öll dýrin í skóginum væru vinir. Við sjáum til.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 18:33
Skúli, ólíkt þér þá trúi ég á það góða í mönnum og vil því skoða alla möguleika á sáttum með þó raunsærri sýn á hvaða tilgangur og/eða umboð býr þar að baki. Um að gera að tala saman en samt vera varkár, á sama hátt og í öðrum viðræðum. Ekki gera ráð fyrir því í upphafi að samningar muni ekki ganga upp.
Daði Einarsson, 13.10.2007 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning