10.10.2007 | 09:06
Góður úrskurður
Það er gott að sjá þessa frétt enda ekki oft sem koma svo jákvæðar fréttir frá bandaríska stjórnkerfinu þegar kemur að Guantanamo. Eitt er slæm meðferð sem fangarnir fá líklega í Guantanamo fangelsinu en annað er að senda viðkomandi til landa sem vitað er að beiti pyntingum sem reglulegum starfsaðferðum. Að framselja fanga til þannig landa getur ekki talist réttlætanlegt á nokkurn hátt og því er ástæða að fagna þessum úrskurði. Með honum er stigið skref gegn þeim starfsháttum sem Bandarísk stjórnvöld hafa beitt á undanförnum árum.
Hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum verður eingöngu unnið ef að við getum sýnt þann siðferðilega styrk að tekið sé eftir að í lýðræðisríkjum vesturlanda sé ekki notast við sömu aðferðir/aðferðafræði og einræðisríki nota. Ýta þarf undir frelsi borgarana og ef að þörf er á að taka frelsi okkar til að vinna þetta stríð þá höfum við þegar tapað því. Stríð Íslamista gegn vesturlöndum og öðrum er ekki eitt stríð eða fyrirbæri. Stuðningur við Íslamista kemur frá fólki úr ýmsum áttum og oftast er það kúgun heima fyrir sem ýtir undir að fólk sem er endilega ekki svo trúað gengur til liðs beint eða óbeint við þessa öfgahópa.
Á undanförnum árum hafa mál þokast í verri átt á vesturlöndum almennt séð. Við höfum látið óttann stjórna okkur og gefið eftir of mikið af okkar frelsi. Á sama tíma virðist lítill árangur vera að nást í stríðinu gegn hryðjuverkum. Er ekki þörf á að hugsa um nýjar leiðir, eitthvað annað en að takmarka svo mikið frelsi okkar, sem tók aldir að byggja upp.
Bandarískur dómari bannar framsal á fanga frá Guantanamo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning