Góður úrskurður

Það er gott að sjá þessa frétt enda ekki oft sem koma svo jákvæðar fréttir frá bandaríska stjórnkerfinu þegar kemur að Guantanamo. Eitt er slæm meðferð sem fangarnir fá líklega í Guantanamo fangelsinu en annað er að senda viðkomandi til landa sem vitað er að beiti pyntingum sem reglulegum starfsaðferðum. Að framselja fanga til þannig landa getur ekki talist réttlætanlegt á nokkurn hátt og því er ástæða að fagna þessum úrskurði. Með honum er stigið skref gegn þeim starfsháttum sem Bandarísk stjórnvöld hafa beitt á undanförnum árum.

Hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum verður eingöngu unnið ef að við getum sýnt þann siðferðilega styrk að tekið sé eftir að í lýðræðisríkjum vesturlanda sé ekki notast við sömu aðferðir/aðferðafræði og einræðisríki nota. Ýta þarf undir frelsi borgarana og ef að þörf er á að taka frelsi okkar til að vinna þetta stríð þá höfum við þegar tapað því. Stríð Íslamista gegn vesturlöndum og öðrum er ekki eitt stríð eða fyrirbæri. Stuðningur við Íslamista kemur frá fólki úr ýmsum áttum og oftast er það kúgun heima fyrir sem ýtir undir að fólk sem er endilega ekki svo trúað gengur til liðs beint eða óbeint við þessa öfgahópa.

Á undanförnum árum hafa mál þokast í verri átt á vesturlöndum almennt séð. Við höfum látið óttann stjórna okkur og gefið eftir of mikið af okkar frelsi. Á sama tíma virðist lítill árangur vera að nást í stríðinu gegn hryðjuverkum. Er ekki þörf á að hugsa um nýjar leiðir, eitthvað annað en að takmarka svo mikið frelsi okkar, sem tók aldir að byggja upp.


mbl.is Bandarískur dómari bannar framsal á fanga frá Guantanamo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og átján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband