3.10.2007 | 18:27
Góð tillaga
Það er alltaf gaman í þessu fáu skipti sem koma fram góðar tillögur í þinginu. Að ráðherrar láti af þingmennsku á meðan þeir/þær eru ráðherrar myndi vera gott merki um margt. Í fyrsta lagi er þetta merki um mikilvægi aðskilnaðar milli löggjafar- og framkvæmdavalds. Það er ekki gott að leiðtogar þingsins og ríkisstjórnar séu nákvæmlega sömu einstaklingar. Í öðru lagi er þetta merki um að nauðsyn sé að styrkja hlutverk þingsins með því að allir þingmenn geti helgað sig þingstörfunum en við sáum það á síðasta kjörtímabili hve erfitt er fyrir litla flokka að vera í ríkisstjórn þar sem hálfur þingflokkurinn var í ríkisstjórn. Það er ekki gott fyrir þingið, flokkinn og það sem mestu skiptir að það er ekki gott fyrir kjósendur sem kusu viðkomandi þingmenn. Í þriðja lagi er þetta merki um að það geti ekki verið auðvelt fyrir sama einstakling að vera ráðherra og þingmaður. Bæði störf eru mjög mikilvæg og ekki er gott ef hætta er á að einstaklingur geti ekki sinnt báðum störfum svo vel sé.
Vonandi verður þessi þingsályktunartillaga samþykkt, og það sem meira máli skiptir þá er vonandi að hún komi til framkvæmda sem fyrst.
Vilja að ráðherrar víki úr þingsæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir kveðjuna til mín. Hressandi í veikindum að vita að það sé hugsasð til mans.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 18:31
Ráðherrar eiga náttúrlega ekki að sitja beggja megin borðsins,sem handhafar löggjafarvalds og fara jafnframt með framkvæmdavaldið.Þessi völd eru aðskilin í Stjórnarskrá lýðveldissins og því ættu ráðherrar ekki að sitja á þingi.Slæmt fyrir lýðræðið að alþingi skuli ekki virða það.
Kristján Pétursson, 3.10.2007 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning