Góð tillaga

Það er alltaf gaman í þessu fáu skipti sem koma fram góðar tillögur í þinginu. Að ráðherrar láti af þingmennsku á meðan þeir/þær eru ráðherrar myndi vera gott merki um margt. Í fyrsta lagi er þetta merki um mikilvægi aðskilnaðar milli löggjafar- og framkvæmdavalds. Það er ekki gott að leiðtogar þingsins og ríkisstjórnar séu nákvæmlega sömu einstaklingar. Í öðru lagi er þetta merki um að nauðsyn sé að styrkja hlutverk þingsins með því að allir þingmenn geti helgað sig þingstörfunum en við sáum það á síðasta kjörtímabili hve erfitt er fyrir litla flokka að vera í ríkisstjórn þar sem hálfur þingflokkurinn var í ríkisstjórn. Það er ekki gott fyrir þingið, flokkinn og það sem mestu skiptir að það er ekki gott fyrir kjósendur sem kusu viðkomandi þingmenn. Í þriðja lagi er þetta merki um að það geti ekki verið auðvelt fyrir sama einstakling að vera ráðherra og þingmaður. Bæði störf eru mjög mikilvæg og ekki er gott ef hætta er á að einstaklingur geti ekki sinnt báðum störfum svo vel sé.

Vonandi verður þessi þingsályktunartillaga samþykkt, og það sem meira máli skiptir þá er vonandi að hún komi til framkvæmda sem fyrst. 


mbl.is Vilja að ráðherrar víki úr þingsæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir kveðjuna til mín. Hressandi í veikindum að vita að það sé hugsasð til mans.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 18:31

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Ráðherrar eiga náttúrlega ekki að sitja beggja megin borðsins,sem handhafar löggjafarvalds og fara jafnframt  með framkvæmdavaldið.Þessi völd eru aðskilin í Stjórnarskrá lýðveldissins og því ættu ráðherrar ekki að sitja á þingi.Slæmt fyrir lýðræðið að alþingi skuli ekki virða það.

Kristján Pétursson, 3.10.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sex?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband