Gott að búa í hinum siðaða heimi?

Bandaríkjamenn reyna oft að segja öllum öðrum hvernig eiga að haga sér varðandi mannréttindi o.fl. Að sönnu má oft segja að bæði þeir og við almennt í hinum vestræna heimi séum komin lengra en mörg ríki. Bandaríkjamenn eru aftur á móti svotil aftur í steinöld þegar það kemur að ákveðnum málum t.d. varðandi refsingar. Að stunda ennþá dauðarefsingar er villimannlegt og getur varla verið réttlætanlegt út frá nokkrum viðmiðum grundvölluð í virðingu fyrir mannréttindum og almennt vestrænum gildum. Til viðbótar er nokkuð merkilegt að sjá að mönnum virðist ekki mikið koma til að sá sem taka á að lífi deyi mjög kvalarfullum dauða.

Merkilegt er líka að, þá maður gæti réttlætt dauðarefsingar, þá gæti glæpur þessa manns - eins og sagt er frá í fréttinni - varla talist það alvarleg að ekki ætti bara að dæma hann í mjög langa og jafnvel ævilanga fangelsisvist.

Þegar maður sér þessi dæmi frá Bandaríkjunum og öðrum löndum víða um heim, þá er maður feginn að búa í Evrópu þar sem ekki eru framkvæmdar dauðarefsingar.


mbl.is Aftaka í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Daði hvar er réttlætingin að morðingi fá að lifa eftir að hafa svift annan mann lifi og er það nóg að dæma hanni i 16 til listíðardóm

gestur 26.9.2007 kl. 13:37

2 Smámynd: Daði Einarsson

Hvaðan kemur réttlætingin á að ríkið drepi mann? Varla er það hægt í siðuðum heimi að réttlæta morð á annarri manneskju eða hvað?

Varðandi spurninguna þá er að mínu mati nóg að láta manninn sitja í fangelsi þess vegna ævilangt án möguleika á reynslulausn. Hver er þessi villimannslega þörf á að hefna fyrir morð með morði? Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.

Daði Einarsson, 26.9.2007 kl. 14:09

3 Smámynd: Jens Ruminy

Eftir að hafa lesið mig til um hvernig dauði ber að af mismunandi ástæðum (náttúrulegum og öðrum) þá mæli ég eiginlega með góðri gömlu ópinbera hálshöggvun að hætti Guillotin. Hún er alveg örugg og ber fljót að. Og hún sýnir líka grimmd dauðarefsingarinnar. Ókey, henni fylgir svolitið óþrif en hvað vegur það miðað við að réttlætti sé framfylgt.

Ég skil eiginlega ekki alveg þessa umræður um mannúðlegar aftökur, þetta finnst mér motsögn í sjálfri sér. Ef menn kunna ekki að slátra í alvöru ættu þeir að sleppa því alveg. Og sakborningur er alveg eins dauður í endanum.

Við Gest get ég sagt með Flosa Þorðarsyni: Þótt maður verði tekinn af lifi, skilur það nokkru einasta fornlambi lifi sínu sem það misti? Burt séð frá þeirri staðreynd að dauðarefsing hefur engin sérstök fráhrindandi áhrif á afbrotamenn.

Jens Ruminy, 26.9.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband