Herforingjastjórnin sýnir sitt rétta andlit

Nú hefur herforingjastjórnin í Myanmar sýnt sitt rétta andlit, eða kannski réttara að segja dæmigerð vinnubrögð einræðisstjórna. Á sama tíma tekur hún nokkra áhættu með því að siga lögreglu og her á munka, en þeir njóta mikillar virðingar í landinu. Kannski mun þessi aðgerð duga herforingjastjórninni en ef ekki þá mega þeir jafnvel búast við enn verra ástandi heldur en að láta mótmælin óáreitt eða að reyna að semja við munkana sem líklega hefði verið betra fyrir stjórnina. Nú verður spennandi að fylgjast með fréttum varðandi viðbrögð almennings í landinu ef stjórnin heldur þessum aðgerðum gegn munkunum áfram. Er kannski farið að hylla undir fall herforingjastjórnarinnar í Myanmar? Gott ef svo væri.
mbl.is Lögregla réðist til atlögu gegn mótmælendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fjórtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband