Low cost eða low service flugfélög?

Það er alltaf nokkuð fyndið þegar flugfélög eru að auglýsa sig sem lággjaldaflugfélög þegar verð á flugi er annaðhvort bara aðeins ódýrara eða jafnvel dýrara en flugfélaga sem bjóða uppá þjónustu um borð. Tvö dæmi:

Í mars þurfti ég að fara frá London til Íslands. Eftir að hafa bæði skoðað verð hjá Icelandair og Iceland Express kom í ljós að flug með Icelandair var ódýrara. Icelandair með þjónustu um borð en engin þjónusta hjá Iceland Express.

Í sumar fór ég sem oftar til Sofíu í Búlgaríu. Ég ákvað að fara með German Wings - engin þjónusta og ekki mikið ódýrari en flug með Lufthansa. Sama sagan German Wings = engin þjónusta og Lufthansa=þjónusta. Verðmunurinn var ef ég man rétt var innan við 30 evrur.

Er því virkilega hægt að kalla þessi flugfélög lággjaldaflugfélög? Auðvitað eru sum flugfélög það eins og t.d. RyanAir. Aftur á móti myndi ég frekar kalla Iceland Express og German Wings lágþjónustuflugfélög. Svotil engin þjónusta en sama verð og með flugfélögum sem bjóða upp á þjónustu um borð.


mbl.is Vefur Iceland Express verðlaunaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband