Furðuleg blogg

Ég get varla orða bundist þegar maður sér blogg eftir blogg þar sem skólastjóri Columbia háskólans í New York er hallmælt fyrir að hafa gagnrýnt Íransforseta. Allt kemur upp sem varðar andúð á Bandaríkjunum og árás þeirra á Írak. Mætti halda að sumir telji að ekki megi gagnrýna þjóðhöfðingja þegar þeir opna á umræður með þátttöku í fundi sem þessum. Þetta er maður sem er að kúga þjóð sína og er á góðri leið með að fá allt alþjóðasamfélagið upp á móti Íran. Hann hefur sagt að helförin hafi aldrei átt sér stað, vill eyða Ísrael og stendur í hernaði gegn Ísrael og fleiri ríkjum á hverjum einasta degi með beinum stuðningi við hryðjuverkasamtök á borð við Hamas og Hezbollah.

Við eigum að gagnrýna menn sem Ahmadinejad þegar tækifæri gefst og sérstaklega þegar hægt er að gagnrýna hann beint. Það er ekki ókurteisi heldur skylda okkar í lýðræðissamfélagi að sjá til að fólk geti gagnrýnt stjórnmálamenn hverju nafni sem þeir nefnast eða hvað embætti þeir gegna. Varla yrði það talin ókurteisi ef að Bush hefði mætt t.d. í háskóla í Evrópu og verið gagnrýndur af skólastjóra viðkomandi skóla. Þá hefðu þeir sem gagnrýna skólastjóra Columbia fagnað mikið og talið eðlilegt að stjórnmálamenn eigi auðvitað að sitja undir gagnrýni.

Og aðeins um kjarnorkumálið, þá ólíkt Írak þá eru flestar þjóðir sammála um að Íran sé að koma sér upp kjarnorkuvopn og að Íran sé ógn sem taka verði á. Deilurnar eru meira um aðferðir.

Við sem tökum þátt í opinberri umræðu eigum að styðja umræðu um stjórnmál og gagnrýni á stjórnmálamenn, sérstaklega þá sem fara með mikil völd.


mbl.is Fjandsamlegar móttökur virtust slá Ahmadinejad út af laginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég er svo sammála þessari grein þinni, ég hef reyndar ekki kíkt á hin bloggin, þitt var efst, en fyrir heimsóknina var ég mjög hneyksluð á þessum Bollinger fyrir að bjóða forsetanum og bjóst við algeru dekri en þetta var eina leiðin til að tala við svona rugluhaus einsog Múdda. 

halkatla, 25.9.2007 kl. 08:58

2 identicon

Ég held að það sé sniðugt að kynna sér mál aðeins áður en maður fer að hlaupa til og dæma fólk og halda uppi fullyrðingum. Rangtúlkanir eru það sem er í gangi hérna og jaðrar jafnvel við múgsefjun.

Ég er samt sem áður ekki að segja að ég styðji þennan mann í einu og öllu, þú hefðir kannski betur nefnt dæmi sem að er eitthvað til í frekar en að hann "neiti" helförinni eða vilji eyða Ísrael. Hann dregur úr því sem að helförin hefur orðið í sögunni, án þess að ég ætli að fara að styðja það eitthvað þar sem að ég er einfaldlega ekki nógu vel að mér í þeim málum til þess að fara að fullyrða neitt.

Eina sem að ég bið fólk um að gera er að skoða í kringum sig í stað þess að gleypa við öllu sem að er auðveldast að komast í, þar sem að það er matað í okkur oftar en ekki til að halda okkur frá sannleikanum.

http://youtube.com/watch?v=4mScWWtRfGQ

Karl Halldór Reynisson 25.9.2007 kl. 09:36

3 Smámynd: Þarfagreinir

Ég tek undir með Karli Halldóri; ég tel að hér sé um að ræða massífa mötun. Ég er ekki mikið fyrir samsæriskenningar, en fréttaflutningurinn fyrir Íraksstríðið og á meðan það stóð sem hæst sannfærði mig um að ekki er hægt að treysta því sem fréttastofurnar segja með neinum áreiðanleika. Bandaríska ríkisstjórnin blekkti þjóð sína og alþjóðasamfélagið til að styðja innrás í Írak, og naut dyggilegs stuðnings fréttamiðla, sem aldrei þorðu að skoða allar hliðar málsins. Þegar þeim bolta að eitthvað tiltekið ríki sé það vont að það eigi skilið innrás hefur verið rúllað virðist vera afskaplega erfitt að stöðva hann. Ég vona að í þetta skipti staldri fólk við áður en það fylgir áróðurnum, og reyni nú að læra af sögunni, svona einu sinni.

Það er svo miklu fleira að gerast í heiminum en það sem sjá má á til að mynda mbl.is, með fullri virðingu fyrir þeim ágæta miðli - en það er staðreynd að erlendu fréttirnar eru flestar teknar af erlendum fréttaveitum, og að baki þeim virðist alltaf vera sami hvatinn; að fylgja hinni opinberu línu og fókusera á það sem hin ráðandi öfl hafa ákveðið að fókusera skuli á. 

Sjálfur mæli ég með því að fólk kynni sér sögu Mið-Austurlanda og menningu sjálft, í stað þess að einblína á einhvern einn vitleysing í gráum jakkafötum.

Þarfagreinir, 25.9.2007 kl. 09:55

4 Smámynd: Daði Einarsson

Ahmadinejad hefur neitað að helförinhafi átt sér stað , kallað hana sögusögn (myth), og oftar en einu sinni. Það er hægt að endalaust toga til það sem hann hefur sagt en það er lítill munur á að eyða Ísrael eða segja að "skv. Imam að stjórn sem hertekur nú Jerúsalem (Ísraelsstjórn) verði að hverfa af spjöldum sögunnar" (The Imam said this regime occupying Jerusalem must vanish from the page of time). Hvað er þetta annað að eyða beri Ísraelsstjórn og þar með Ísrael. Íranir hafa um árabil unnið vel að þessu markmiði með umtalsverðum stuðning - bæði með fjármunum og vopnum - við hryðjuverkasamtök sem hafa það að markmiði að eyða Ísrael.

Varðandi kjarnorkumálin þá skiptir það meginmáli að þegar litið er til allra þeirra landa sem koma að málinu Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Þýskaland o.fl. að allir eru sammála um að Íranir séu að vinna að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Aftur á móti eru menn ekki sammála um hvort rétt sé að beita hernaði.

Í þessari grein minni var ég eingöngu að gagnrýna að fólk kalli það ókurteisi eða dónaskap að gagnrýna manninn þegar hann gefur kost á því.

Daði Einarsson, 25.9.2007 kl. 10:19

5 Smámynd: Birna M

Ég er sammála þessu innleggi þínu. Þessi maður virðist vera furðulega lífs- og sjálfslyginn og þá á ég við Íransforseta. Hann getur ekki verið svona heimskur , heldur er þetta annað og meira. Að halda því fram að samkynhneygð sé ekki til í heimalandi hans, það sé ekki eðli þeirra sýnir best hvern mann hann hefur að geyma og þessi leiksýning hann í Bandaríkjunum er ekki að gera sig. ég er alls ekki hissa á þessari gagnrýni sem hann hefur fengið á sig. Hann er svo sannarlega ekki að sýna fórnarlömbum árásanna eða neinum neina samúð, og þetta að reyna að snúa þessu uppá Bandaríkjamenn í þeirra heimalandi er alveg að missa marks. Ég reiðist þegar ég sé framan í þennan mann og heyri hvað hann segir og mér verður óglatt. Og þetta viðbjóðslega væmna glott á fésinu á honum alltaf. 

Birna M, 25.9.2007 kl. 10:34

6 Smámynd: Þarfagreinir

Já, þetta var kannski farið dálítið út fyrir efnið. Auðvitað var skólastjóranum frjálst að setja fram sína skoðun á manninum og hans málflutningi.

Þarfagreinir, 25.9.2007 kl. 10:44

7 identicon

Já, ég er svo sammála.  Mér finnst Mahmoud alveg mega svara fyrir sig.  Hann fær greinilega mikið út úr því að blammera vesturlönd opinberlega.  Ekkert að því kannski, en allt í lagi að hann fái að svara fyrir sig.  Og hann mátti alveg búast við því í skóla sem er þéttsetinn gyðingum, mjög margir þeirra eru afkomendur fólks sem lenti í helförinni.

Hér í Columbia í gær bar mikið á baráttuefni frá Írönum sem flúið hafa land sitt.  Þeir sem gagnrýndu Bollinger fyrir að bjóða Ahmadinejad var fólk sem styður Ísrael blint.  Það var reyndar mjög athyglisvert að það var líka hópur af "hassidic" gyðingum að mótmæla öfgastefnunni í Ísrael...  það var mjög gaman að sjá hvað svona viðburður dró marga út á götu til að lýsa skoðun sinni.  Það má endalaust gagnrýna Bandaríkjamenn, en þetta fólk nennir þó að minnsta kosti að mæta og mótmæla ef því fnnst sér misboðið.

Erna 25.9.2007 kl. 14:04

8 identicon

Hamaz og Hezbollah hriðjuvekjasamtök....... Hvað eru Ísraelar þá??

Ingi 25.9.2007 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fjórtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband