Olmert kemur á óvart eða hvað?

Ehud Olmert forsætisráðherra Ísrael heldur áfram að koma á óvart með friðarvilja sínum, sérstaklega í ljósi þess að hann lagði í hernað gegn Hezbollah stuttu eftir að hann var kjörinn forsætisráðherra. Hann hefur verið tilbúinn til raunverulegra viðræðna við Abbas um framtíð Palestínu og nú er hann tilbúinn að ræða við Sýrlendinga um frið. Hann hefur líka sýnt í verki að hann er tilbúinn að vinna með Palestínumönnum þ.e. þeim sem hafa það ekki að markmiði að eyða Ísrael. Hann hefur þó líka sýnt í verki að hann er tilbúinn að beita hernum eins og sjá má á loftárás á Sýrland nýlega.

Að vísu ætti það ekki að koma manni á óvart að Ísraelsmenn séu tilbúnir að ræða við nágranna sína um frið, enda er löng hefð fyrir því og með jákvæðri útkomu. Besta dæmið er líklega viðræðurnar við Egypta. Síðan friðarsamningar milli Ísrael og Egyptalands komst á hefur ekki verið um alvarleg vandamál í samskiptum þeirra. Ísraelsmenn hafa líka samið við Jórdana og verið tilbúnir í viðræður við aðra þ.e. ef viðkomandi hætti að vilja eyða Ísrael.

Olmert kemur því kannski ekki svo mikið á óvart en vegna spennu í samskiptum Ísraels og Sýrlands þá er þetta mjög jákvætt skref. Nú verður að koma í ljós hvort að sami friðarvilji sé til staðar hjá Assad.


mbl.is Olmert reiðubúinn til viðræðna við Assad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband