17.9.2007 | 13:01
Á hún möguleika að koma hugmyndunum í gegn?
Það er alltaf gaman þegar stjórnmálamenn í Bandaríkjunum átta sig á því að núverandi heilbrigðiskerfi er ekki að virka og vilja gera eitthvað raunverulegt til að taka á vandamálinu. En vandamálið er að flestir þeir sem það hafa gert hafa orðið undir og jafnvel átt erfitt með að komast áfram í stjórnmálum. Hillary Clinton fékk að reyna þetta í störfum sínum í forsetatíð Bill Clinton. Þrýstihóparnir eru sterkir og auðvelt er fyrir andstæðinga viðkomandi stjórnmálamanns að mála skrattann á veggin fyrir kjósendur.
Eitt er víst að breytinga er þörf á heilbrigðiskerfinu þar sem nokkuð stór hluti þjóðarinnar er ekki tryggður og getur því ekki gengið að heilbrigðisþjónustu nema auðvitað þegar um bráðaþjónustu er að ræða. Mörg fylki hafa reynt að gera mikið með því t.d. að hafa ókeypis lágmarksheilsugæslu fyrir ótryggða en það er ekki nóg. Tryggja þarf að í ríkasta landi heims séu ekki hópar samfélagsins sem geta ekki leitað til heilbrigðiskerfisins. Það er skömm að því fyrir stjórnmálamenn landsins að vera ekki búnir að koma þessum málum á rétt stig þ.e. að allir njóti heilbrigðisþjónustu að ákveðnu lágmarki. Þeir hafa ágætt dæmi fyrir norðan sig í Kanada, en það er líklega of óamerískt að þurfa kannski að bíða í nokkra mánuði eftir aðgerð sem getur beðið eða hvað?
Því miður er líklegt að andstæðingar Hillary muni nota þetta gegn henni og að hún muni ekki ná að verða forsetaefni demókrata, en ef ekki þá eiga líklega repúblíkanar möguleika á að halda hvíta húsinu.
Clinton setur fram hugmyndir að samræmdu heilbrigðistryggingakerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Vangaveltur um hitt og þetta
Bloggvinir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Magnússon
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Baldur Kristjánsson
- Bara Steini
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- halkatla
- Halla Rut
- Hlekkur
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Ívar Pálsson
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Maria Elvira Méndez Pinedo
- Mofi
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orðið á götunni
- Pétur Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Arnarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- TómasHa
- Viðar Eggertsson
- Þarfagreinir
- Þorkell Sigurjónsson
Tenglar
Hin bloggin mín
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún gæti náð þessum hugmyndum í gegn, enda ganga þær út á að skylda alla til að kaupa tryggingu á almennum markaði. Þessar hugmyndir hennar opna veski Bandaríkjamanna upp á gátt fyrir tryggingafyrirtækin sem munu hagnast sem aldrei fyrr. Munu þessar hugmyndir bæta sjúkraþjónustu almennings í BNA? Nei, örugglega ekki, en kostnaðurinn mun aukast verulega.
Halldór Elías Guðmundsson 17.9.2007 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning