Einelti - einu sinni?

Ég átta mig á að ég viti lítið um eineltismál en minn skilningur hefur alltaf verið að einelti sé eitthvað sem gerist yfir nokkurn tíma af einum eða fleiri einstaklingum gegn einum einstaklingi. Hvernig getur það verið einu sinni? Eða er ég eitthvað að misskilja hvað var spurt um í þessari könnun? Eða er kannski átt við að þó að viðkomandi hafi fært sig t.d. milli deilda þá hafi hann/hún orðið fyrir einelti á nýja vinnustaðnum?

Það er gott mál ef að forstöðumenn ríkisstofnana telja tíðni eineltis of háa og eitthvað verði að gera. Enda kemur það niður á starfsemi viðkomandi stofnunar ef starfsmanni líður illa á vinnustaðnum og á erfitt með samskipti við aðra starfsmenn vegna þess að þeir leggja viðkomandi einstakling í einelti. Einelti er því ekki einkamál viðkomandi einstaklings, heldur vandamál fyrir allt umhverfi hans og ber að taka á því með skýrum hætti og ekki refsa fórnarlambinu. Oft er í málum sem þessu fórnarlambið fært til en gerendurnir halda sinni stöðu. Fórnarlambið gæti verið í starfi sem það er einstaklega ánægt með en vegna hegðunar samstarfsmanna er fjarlægður úr því starfi. Það eru alröng skilaboð.


mbl.is Telja einelti hjá ríkisstofnunum meira en unað verður við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og nítján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband