Kominn tími til

Það eru gleðilegar fréttir fyrir Pakistan ef að Musharraf ætlar að láta af störfum sem yfirmaður hersins eftir forsetakosningarnar, þ.e. ef hann nær kjöri. Ætli það sé nú ekki nokkuð öruggt? Myndi hann að öðrum kosti láta það fréttast að hann er til í þetta?

Það er vonandi að lýðræðisleg stjórn muni komast að í landinu. Að vera með einræðisherra er frábær fyrir íslamista í landinu. Þeir geta náð til fólks sem ekki er öfga trúar en eru ósáttir við stjórnina. Stjórn sem þeir geta ekki gert neitt til að breyta. Besta leiðin til að grafa undan íslamistum er að stjórnir viðkomandi landa séu lýðræðislega kjörnar og að almenningur sjái að hægt sé að koma slæmri stjórn frá án blóðsúthellinga. Hvort að það eigi eftir að gerast almennt séð í löndum múslima er aftur á móti önnur spurning. En þessi lönd verða að fá að þróast til lýðræðis en ekki að taka upp án aðlögunar vestræn lýðræðismódel. Hafa verður í huga að lýðræðið og frelsið sem við njótum þróaðist á löngu tímabili. Pakistan er þó með gott módel í Indlandi, en líklega er andstaðan við að notast við reynslu Indverja of mikil til að það sé hægt.


mbl.is Musharraf sagður ætla að láta af yfirstjórn hersins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sextán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband