Hverju á að trúa?

Nú virðist koma út skýrsla eftir skýrsla af ýmsum Bandarískum alríkisstofnunum og það er eins þær séu langt frá því að vera sammála. Annað hvort segja þær að allt gangi vel miðað við aðstæður eða að ekkert gangi. Líklega að það skipti mestu máli fyrir a.m.k. einhverjar af þessum skýrslum hvað kúnnarnir, þ.e. stjórnmálamennirnir, vilja að dregið sé fram. Eru menn að notast við mismunandi gögn, mismunandi skilgreiningar á hvað er árangur eða hvað?

Einhvernvegin finnst manni sem málum þoki of hægt í Írak og einhvern þrýsting verði að fara að sitja á Írösk stjórnvöld. Líklega er þægilegt að vita til þess að erlendir hermenn viðhalda einhverju öryggi í landinu á meðan menn deila eins og börn í sandkassa. Stjórnmálamönnum er ætlað að finna lausnir sem eru til hagsbóta fyrir landsmenn a.m.k. þegar ófremdarástand ríkir. Kannski væri best að láta Írökum eftir algera stjórn á einstökum svæðum og að þeir viti að það sé ekki sjálfkrafa sem erlendir herir koma þeim til aðstoðar. Lykilatriðið í málefnum Íraks er að gleyma því ekki að án pólitískrar lausnar mun enginn árangur nást. Hernaðarleg lausn er ekki möguleg a.m.k. ekki til langframa.

Hvað sem öllu líður þá verða líklega erlendir herir í Írak í a.m.k. nokkur ár til viðbótar.


mbl.is Íraska stjórnin sögð hafa náð níu markmiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Vangaveltur um hitt og þetta

Höfundur

Daði Einarsson
Daði Einarsson

Áhugamaður um stefnumótun, sérstaklega í heilbrigðismálum og í því er varðar siðferði í opinberri stjórnsýslu. Ennfremur með mikinn áhuga á gæludýrum og allt sem þau varðar, og rek ásamt tveimur öðrum óháð gæludýraspjall.

Netfang: dadi.einarsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband